Iðnaðarmenn tilbúnir með áætlun varðandi verkföll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28