Olivier Occean kom Mjøndalen yfir á 10. mínútu. Þremur mínútum síðar fékk Lillestrøm vítaspyrnu. Arnór fór á punktinn og skoraði af öryggi. Þetta var þriðja mark Skagamannsins í deildinni á tímabilinu.
13 min: 1-1 Smárason. Setter straffesparket i mål. #LSKLIVEpic.twitter.com/K2BuMpc8eQ
— Lillestrøm SK (@LillestromSK) August 12, 2019
Á 36. mínútu tók Arnór hornspyrnu og sendi boltann á Simen Mikalsen sem skallaði hann í netið og kom Lillestrøm yfir.
Heimamenn komust í 3-1 með sjálfsmarki í upphafi seinni hálfleiks. Occean skoraði sitt annað mark á 70. mínútu en nær komst Mjøndalen ekki. Lokatölur 3-2, Lillestrøm í vil.
Arnór og félagar eru í 9. sæti deildarinnar með 21 stig. Dagur Dan Þórhallsson lék ekki með Mjøndalen sem er í 12. sæti.
Í eina leik kvöldsins í dönsku úrvalsdeildarinnar gerðu SønderjyskE og AGF markalaust jafntefli.
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan tímann í vörn SønderjyskE en Frederik Schram sat á bekknum. SønderjyskE er í 5. sæti deildarinnar með átta stig.
Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 68 mínúturnar í liði AGF sem er í 12. sæti. Árósaliðið hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu.