Miðflokksmenn sátu hjá við afgreiðslu frumvarps um loftslagsmál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 11:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni og sagði aðgerðirnar vera of hefðbundnar. FBL/Anton Brink Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi
Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira