Segir Brexit hafa áhrif á fækkun erlendra ferðamanna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2019 20:00 Erlendum ferðamönnum hefur fækkað um 13,5 prósent á milli ára. Ferðamálastjóri segir Brexit og breytingar á tengiflugi hjá íslenskum flugfélögum skýra fækkunina, sem er mest meðal þriggja þjóðerna, en ekkert bendir til minni áhuga á Íslandsferðum. Ferðamálastofa birti í dag talningu á erlendum ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt talningunni voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágústmánuði í fyrra. Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. „Önnur þjóðerni haldast nokkuð vel á milli ára og það mildar þau áhrif sem svona fækkun hefur,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Hann segir skýringar á bak við fækkun þessara þriggja þjóðerna. „Það má gera ráð fyrir að Brexit hafi einhver áhrif á ferðalög Breta til annarra landa. Hvað varðar Bandaríkjamenn og Kanadamenn má gera ráð fyrir að breytingar hjá íslenskum flugfélögum hafi þar áhrif, að þetta tengist fækkun tengifarþega yfir Atlantshafið. Það er líka áhugavert að sjá að asískum ferðamönnum heldur áfram að fjölga og nú eru í fyrsta skipti fleiri Kínverjar að koma til landsins heldur en Bretar,“ sagði Skarphéðinn. Hann segir fjölgun kínverskra ferðamanna til landsins í takt við þá þróun sem á sér stað í öðrum löndum, en ferðamönnum frá Kína er að fjölga stöðugt um allan heim. „Nei það er engin ástæða til þess. Það eru skýringar á þessu og það eru engar vísbendingar um minni áhuga á Íslandsferðum þannig að við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Skarphéðinn. Brexit Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Erlendum ferðamönnum hefur fækkað um 13,5 prósent á milli ára. Ferðamálastjóri segir Brexit og breytingar á tengiflugi hjá íslenskum flugfélögum skýra fækkunina, sem er mest meðal þriggja þjóðerna, en ekkert bendir til minni áhuga á Íslandsferðum. Ferðamálastofa birti í dag talningu á erlendum ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt talningunni voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágústmánuði í fyrra. Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. „Önnur þjóðerni haldast nokkuð vel á milli ára og það mildar þau áhrif sem svona fækkun hefur,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Hann segir skýringar á bak við fækkun þessara þriggja þjóðerna. „Það má gera ráð fyrir að Brexit hafi einhver áhrif á ferðalög Breta til annarra landa. Hvað varðar Bandaríkjamenn og Kanadamenn má gera ráð fyrir að breytingar hjá íslenskum flugfélögum hafi þar áhrif, að þetta tengist fækkun tengifarþega yfir Atlantshafið. Það er líka áhugavert að sjá að asískum ferðamönnum heldur áfram að fjölga og nú eru í fyrsta skipti fleiri Kínverjar að koma til landsins heldur en Bretar,“ sagði Skarphéðinn. Hann segir fjölgun kínverskra ferðamanna til landsins í takt við þá þróun sem á sér stað í öðrum löndum, en ferðamönnum frá Kína er að fjölga stöðugt um allan heim. „Nei það er engin ástæða til þess. Það eru skýringar á þessu og það eru engar vísbendingar um minni áhuga á Íslandsferðum þannig að við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Skarphéðinn.
Brexit Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira