Ellefu ára fangelsi fyrir að kasta félaga sínum niður af sjöundu hæð Sylvía Hall skrifar 26. október 2019 10:55 Maðurinn var myrtur í Fyllingsdalen í Bergen á síðasta ári. Vísir/Getty 22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður. Noregur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður.
Noregur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent