Stelpur viti oft ekki að þær hafi verið beittar ofbeldi í kynlífi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 26. október 2019 14:15 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/Getty Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf sem þær geti ekki útskýrt vegna þess að þær hafa séð sömu hluti viðgangast í klámefni, án athugasemda. „Stelpur eru oft illa áttaðar með það hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi eða ekki, vegna þess að þeim líður illa á eftir en vita ekki almennilega hvort þetta sé partur af heilbrigðu kynlífi eða ekki. Það er kannski verið að grípa fast um hálsinn á þeim eða hrækja framan í þær og þeim finnst það óþægilegt,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Sjá einnig: Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugtHún segir ljóst að það þurfi að auka fræðslu í þessum efnum þar sem það er ekki eðlilegt að upplifa skömm og niðurlægingu eftir kynlíf. Fyrstu kynni ungra stelpna af kynlífi séu oft neikvæð þar sem þar sé farið yfir mörk þeirra án þess að vera spurðar og klámáhorf stráka valdi því að þeir líti oft á valdaójafnvægi og niðurlægingu sem hluta af eðlilegu kynlífi. „Svo eru þær að melta það eftir á, af hverju líður mér svona illa með þetta?“„Stelpur eru oft illa áttaðar með það hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi eða ekki,“ segir Kolbrún.Vísir/GettyNeikvæð reynsla getur litað viðhorf til kynlífs Kolbrún segir það mikilvægt að allir njóti sín í kynlífi og heilbrigð samskipti séu grundvöllur þess að báðum aðilum líði vel. Jákvætt viðhorf ungra stúlkna til kynlífs geti fljótt breyst í kvíða og ótta ef þær verða fyrir þeirri reynslu að gengið sé á mörk þeirra og þær kyrktar eða meiddar án þeirra samþykkis. „Fyrir stelpu sem fer jákvæð í garð kynlífs og hlakkar til og lendir svo í því að það sé gripið fast í hálsinn á henni í miðjum samförum eða rifið í hárið á henni eða hún meidd eða niðurlægð á einhvern hátt, það auðvitað hefur áhrif á kynsvörunina hennar og það hefur áhrif á kynlífsupplifunina hennar,“ segir Kolbrún. Hún ítrekar að það sé mikilvægt að ræða það við bólfélaga sinn áður, vilji maður prófa eitthvað nýtt eða öðruvísi. Ef fólk treysti sér ekki í að ræða það á hreinskilinn hátt ætti viðkomandi kannski frekar að stunda kynlíf með sjálfum sér.Ofbeldi algengt í klámi samkynhneigðra karlmanna Aðspurð segir Kolbrún ofbeldi ekki einskorðast við kynlíf karla og kvenna. Það sé algengt í klámefni sem sýni tvo karlmenn að annar sé undirgefinn og mikið valdaójafnvægi sé í slíku efni. „Það er einhvern veginn þannig að því nær jaðrinum sem þú ert, því meira ofbeldi. Því miður er kynfræðsla mjög oft gagnkynhneigt-miðuð þannig að fólk sem tilheyrir hinsegin samfélaginu upplifir oft að það tengi ekki við þá kynfræðslu sem það fær,“ segir Kolbrún og bætir við að kynfræðsla eigi að vera fyrir alla. Hún segir alla þurfa að hjálpast að í þessum efnum og ábyrgðin sé ekki einungis á skóla og heilbrigðisstarfsfólki. Opnari umræða um kynlíf og aukin kynfræðsla sé ungu fólki til góðs til þess að þau geti átt heilbrigt kynlíf og notið sín í slíkum samskiptum.Hægt er að horfa á viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kynferðisofbeldi Kynlíf Tengdar fréttir Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf sem þær geti ekki útskýrt vegna þess að þær hafa séð sömu hluti viðgangast í klámefni, án athugasemda. „Stelpur eru oft illa áttaðar með það hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi eða ekki, vegna þess að þeim líður illa á eftir en vita ekki almennilega hvort þetta sé partur af heilbrigðu kynlífi eða ekki. Það er kannski verið að grípa fast um hálsinn á þeim eða hrækja framan í þær og þeim finnst það óþægilegt,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Sjá einnig: Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugtHún segir ljóst að það þurfi að auka fræðslu í þessum efnum þar sem það er ekki eðlilegt að upplifa skömm og niðurlægingu eftir kynlíf. Fyrstu kynni ungra stelpna af kynlífi séu oft neikvæð þar sem þar sé farið yfir mörk þeirra án þess að vera spurðar og klámáhorf stráka valdi því að þeir líti oft á valdaójafnvægi og niðurlægingu sem hluta af eðlilegu kynlífi. „Svo eru þær að melta það eftir á, af hverju líður mér svona illa með þetta?“„Stelpur eru oft illa áttaðar með það hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi eða ekki,“ segir Kolbrún.Vísir/GettyNeikvæð reynsla getur litað viðhorf til kynlífs Kolbrún segir það mikilvægt að allir njóti sín í kynlífi og heilbrigð samskipti séu grundvöllur þess að báðum aðilum líði vel. Jákvætt viðhorf ungra stúlkna til kynlífs geti fljótt breyst í kvíða og ótta ef þær verða fyrir þeirri reynslu að gengið sé á mörk þeirra og þær kyrktar eða meiddar án þeirra samþykkis. „Fyrir stelpu sem fer jákvæð í garð kynlífs og hlakkar til og lendir svo í því að það sé gripið fast í hálsinn á henni í miðjum samförum eða rifið í hárið á henni eða hún meidd eða niðurlægð á einhvern hátt, það auðvitað hefur áhrif á kynsvörunina hennar og það hefur áhrif á kynlífsupplifunina hennar,“ segir Kolbrún. Hún ítrekar að það sé mikilvægt að ræða það við bólfélaga sinn áður, vilji maður prófa eitthvað nýtt eða öðruvísi. Ef fólk treysti sér ekki í að ræða það á hreinskilinn hátt ætti viðkomandi kannski frekar að stunda kynlíf með sjálfum sér.Ofbeldi algengt í klámi samkynhneigðra karlmanna Aðspurð segir Kolbrún ofbeldi ekki einskorðast við kynlíf karla og kvenna. Það sé algengt í klámefni sem sýni tvo karlmenn að annar sé undirgefinn og mikið valdaójafnvægi sé í slíku efni. „Það er einhvern veginn þannig að því nær jaðrinum sem þú ert, því meira ofbeldi. Því miður er kynfræðsla mjög oft gagnkynhneigt-miðuð þannig að fólk sem tilheyrir hinsegin samfélaginu upplifir oft að það tengi ekki við þá kynfræðslu sem það fær,“ segir Kolbrún og bætir við að kynfræðsla eigi að vera fyrir alla. Hún segir alla þurfa að hjálpast að í þessum efnum og ábyrgðin sé ekki einungis á skóla og heilbrigðisstarfsfólki. Opnari umræða um kynlíf og aukin kynfræðsla sé ungu fólki til góðs til þess að þau geti átt heilbrigt kynlíf og notið sín í slíkum samskiptum.Hægt er að horfa á viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Kynlíf Tengdar fréttir Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00