Innsláttarvilla leiðrétt og áheitasíða Kristins komin í loftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 10:39 Kristinn Sigurjónsson er kominn með tvö þúsund krónur á áheitasíðunni sem nú hefur verið opnuð. visir/vilhelm Upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að Reykjavíkurmaraþoninu hefur beðið Kristinn Sigurjónsson afsökunar á því að hann hafi ekki getað safnað áheitum um helgina. Ekkert sé þó til í samsæriskenningu hans um að um þöggun sé að ræða vegna þess málefnis sem hann hafi ákveðið að hlaupa fyrir. Einfaldlega hafi verið um innsláttarvillu að ræða þegar hann var skráður inn í kerfið. Kristinn skráði sig í tíu kílómetrahlaupið á fimmtudaginn. Hann tilkynnti við það tilefni að hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félags um foreldrajafnrétti. Hann birtist hins vegar ekki á heimasíðunni Hlaupastyrkur þar sem áheitum var safnað. Velti hann fyrir sér hvort um þöggun væri að ræða. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Hann hefði sent póst en fengið svör um að álagið væri mikið og ekkert hefði gerst.Úr Lækjargötu á laugardaginn.Vísir/EinarÁrnaAllir búnir á því í gær Anna Lilja Sigurðardóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir leiðinlegt að Kristinn hafi ekki getað safnað styrkjum um helgina. Flestir sem söfnuðu áheitum hafi skráð sig rafrænt til leiks en svo hafi einhverjir gert það í persónu í Laugardalshöll. Upplýsingar þeirra eru því skráðar í framhaldinu inn á vefinn en í tilfelli Kristins hafi greinilega verið gerð innsláttarvilla. Hann sé ekki sá eini sem hafi lent í því. Um helgina hafi mannskapurinn verið á fullu að starfa við sjálft hlaupið á laugardeginum. „Í gær voru allir búnir á því,“ segir Anna Lilja.Alls engin þöggun Anna Lilja hefur beðið Kristinn velvirðingar á mistökunum á Facebook-síðu hans og um leið bent honum á að áheitasíðan hans sé orðin virk. Síðan sé opin til miðnættis og því enn hægt að safna áheitum. „Hann er kominn með fyrsta áheitið,“ segir Anna Lilja en Ásgeir nokkur Örn hefur styrkt Kristinn um tvö þúsund krónur.Hún þvertekur fyrir að um þöggun sé að ræða. „Það á ekki við rök að styðjast. Svona getur alltaf komið fyrir þegar skráningar eru gerðar handvirkt á síðustu stundu. Það er bara leiðinlegt að við tókum ekki eftir þessu fyrr.“ Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að Reykjavíkurmaraþoninu hefur beðið Kristinn Sigurjónsson afsökunar á því að hann hafi ekki getað safnað áheitum um helgina. Ekkert sé þó til í samsæriskenningu hans um að um þöggun sé að ræða vegna þess málefnis sem hann hafi ákveðið að hlaupa fyrir. Einfaldlega hafi verið um innsláttarvillu að ræða þegar hann var skráður inn í kerfið. Kristinn skráði sig í tíu kílómetrahlaupið á fimmtudaginn. Hann tilkynnti við það tilefni að hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félags um foreldrajafnrétti. Hann birtist hins vegar ekki á heimasíðunni Hlaupastyrkur þar sem áheitum var safnað. Velti hann fyrir sér hvort um þöggun væri að ræða. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Hann hefði sent póst en fengið svör um að álagið væri mikið og ekkert hefði gerst.Úr Lækjargötu á laugardaginn.Vísir/EinarÁrnaAllir búnir á því í gær Anna Lilja Sigurðardóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir leiðinlegt að Kristinn hafi ekki getað safnað styrkjum um helgina. Flestir sem söfnuðu áheitum hafi skráð sig rafrænt til leiks en svo hafi einhverjir gert það í persónu í Laugardalshöll. Upplýsingar þeirra eru því skráðar í framhaldinu inn á vefinn en í tilfelli Kristins hafi greinilega verið gerð innsláttarvilla. Hann sé ekki sá eini sem hafi lent í því. Um helgina hafi mannskapurinn verið á fullu að starfa við sjálft hlaupið á laugardeginum. „Í gær voru allir búnir á því,“ segir Anna Lilja.Alls engin þöggun Anna Lilja hefur beðið Kristinn velvirðingar á mistökunum á Facebook-síðu hans og um leið bent honum á að áheitasíðan hans sé orðin virk. Síðan sé opin til miðnættis og því enn hægt að safna áheitum. „Hann er kominn með fyrsta áheitið,“ segir Anna Lilja en Ásgeir nokkur Örn hefur styrkt Kristinn um tvö þúsund krónur.Hún þvertekur fyrir að um þöggun sé að ræða. „Það á ekki við rök að styðjast. Svona getur alltaf komið fyrir þegar skráningar eru gerðar handvirkt á síðustu stundu. Það er bara leiðinlegt að við tókum ekki eftir þessu fyrr.“
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira