Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Baldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2019 06:00 Hanna Björk segir að hún ætli ekki frá Írlandi án Jóns. Mynd/Virgin Media „Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar. Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00