Uppselt á fyrirlestur Öldu Karenar og allur ágóði rennur til Pieta-samtakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 22:36 Uppselt er á viðburð Öldu Karenar Hjaltalín sem fer fram í Laugardalshöll á morgun. FBL/Ernir Í kvöld varð uppselt á sjálfsstyrkingarnámskeið Öldu Karenar Hjaltalín Life Masterclass II. Þegar blaðamaður náði tali af Öldu var hún nýbúin að komast að því að uppselt væri á viðburðinn. Hún segist vera full þakklætis og tilhlökkunar: „Það verður kátt í höllinni,“ segir Alda glöð í bragði. Alda segir að hún hafi upphaflega ekki ætlað sér að greina frá því opinberlega að allur ágóði af viðburðinum myndi renna til Pieta-samtakanna, forvarnarsamtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, en í Kastljósþætti þar sem Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sótti hart að henni greindi hún frá því.„Við erum öll í sama liði“ Alda segist hafa lært gríðarlega af undirbúningsferlinu og vill ítreka að fagaðilar jafnt sem áhugafólk um andlega heilsu séu í sama liðinu og stefni að sama markmiði. Í stöðuuppfærslu sem Alda birti á Facebook-síðu sinni í kvöld beinir hún öllum þeim sem kljást við andleg veikindi í réttan farveg: „Mér finnst mikilvægt að skerpa vel á við alla þá sem eru að kljást við andleg veikindi, að leita til Önnu og co hjá Geðhjálp. Þau vinna gífurlega öflugt starf, eru þaulreynd og ég hef aðeins heyrt gott frá þeim sem ég unnið með og vísað til þeirra. Mér finnst líka skipta máli að benda á Pieta, Baldursgötu 7, þar sem dyrnar eru alltaf opnar. Kristín og Ólöf eru búnar að taka á móti yfir 100 manns síðan í apríl á síðasta ári og þær slá hvergi slöku við. Meðferðin er að öllu gjaldfrjáls fyrir skjólstæðinga og ég hvet fólk til að kynna sér þá mögnuðu starfsemi sem þar fer fram.“ Alda segist þá hlakka til að ræða við fyrirlestragesti um ný og gömul hjálpartæki sem fólk getur gripið til í þeirri vegferð að verða besta útgáfan af því sjálfu.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad.../hjalparsiminn-1717 Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Jóna Hrönn gráti næst eftir Kastljós Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri "þú ert nóg“. 16. janúar 2019 12:30 Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. 16. janúar 2019 11:06 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Í kvöld varð uppselt á sjálfsstyrkingarnámskeið Öldu Karenar Hjaltalín Life Masterclass II. Þegar blaðamaður náði tali af Öldu var hún nýbúin að komast að því að uppselt væri á viðburðinn. Hún segist vera full þakklætis og tilhlökkunar: „Það verður kátt í höllinni,“ segir Alda glöð í bragði. Alda segir að hún hafi upphaflega ekki ætlað sér að greina frá því opinberlega að allur ágóði af viðburðinum myndi renna til Pieta-samtakanna, forvarnarsamtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, en í Kastljósþætti þar sem Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sótti hart að henni greindi hún frá því.„Við erum öll í sama liði“ Alda segist hafa lært gríðarlega af undirbúningsferlinu og vill ítreka að fagaðilar jafnt sem áhugafólk um andlega heilsu séu í sama liðinu og stefni að sama markmiði. Í stöðuuppfærslu sem Alda birti á Facebook-síðu sinni í kvöld beinir hún öllum þeim sem kljást við andleg veikindi í réttan farveg: „Mér finnst mikilvægt að skerpa vel á við alla þá sem eru að kljást við andleg veikindi, að leita til Önnu og co hjá Geðhjálp. Þau vinna gífurlega öflugt starf, eru þaulreynd og ég hef aðeins heyrt gott frá þeim sem ég unnið með og vísað til þeirra. Mér finnst líka skipta máli að benda á Pieta, Baldursgötu 7, þar sem dyrnar eru alltaf opnar. Kristín og Ólöf eru búnar að taka á móti yfir 100 manns síðan í apríl á síðasta ári og þær slá hvergi slöku við. Meðferðin er að öllu gjaldfrjáls fyrir skjólstæðinga og ég hvet fólk til að kynna sér þá mögnuðu starfsemi sem þar fer fram.“ Alda segist þá hlakka til að ræða við fyrirlestragesti um ný og gömul hjálpartæki sem fólk getur gripið til í þeirri vegferð að verða besta útgáfan af því sjálfu.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad.../hjalparsiminn-1717
Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Jóna Hrönn gráti næst eftir Kastljós Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri "þú ert nóg“. 16. janúar 2019 12:30 Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. 16. janúar 2019 11:06 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42
Jóna Hrönn gráti næst eftir Kastljós Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri "þú ert nóg“. 16. janúar 2019 12:30
Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. 16. janúar 2019 11:06