Hjón hlutu þunga dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum sínum Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2019 13:41 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Hjón á Suðurnesjum voru dæmd til fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum. Dómur féll klukkan eitt í dag en maðurinn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en konan fimm ára fangelsisvistar. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum en hún segir í samtali við Vísi að dómurinn í samræmi við það sem ákæruvaldið fór fram á. Þau voru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau voru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá var maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Hjónin játuðu hluta brotanna við þingfestingu í nóvember síðastliðnum en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Dóttur konunni voru dæmdar 2,5 milljónir króna í bætur en aðrir brotaþolar í málinu fengu lægri bætur. Eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp fór ákæruvaldið fram á að hjónin yrðu úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til ágúst næstkomandi. Hafa hjónin þrjátíu daga til að áfrýja málinu, geri þau það ekki fellur gæsluvarðhaldið niður og þau hefja afplánun. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Hnífar og sverð á heimili parsins sem játar að hluta kynferðisbrot gegn börnum sínum Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 800 ljósmyndir og 29 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan hátt 26. október 2018 15:53 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Hjón á Suðurnesjum voru dæmd til fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum. Dómur féll klukkan eitt í dag en maðurinn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en konan fimm ára fangelsisvistar. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum en hún segir í samtali við Vísi að dómurinn í samræmi við það sem ákæruvaldið fór fram á. Þau voru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau voru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá var maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Hjónin játuðu hluta brotanna við þingfestingu í nóvember síðastliðnum en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Dóttur konunni voru dæmdar 2,5 milljónir króna í bætur en aðrir brotaþolar í málinu fengu lægri bætur. Eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp fór ákæruvaldið fram á að hjónin yrðu úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til ágúst næstkomandi. Hafa hjónin þrjátíu daga til að áfrýja málinu, geri þau það ekki fellur gæsluvarðhaldið niður og þau hefja afplánun.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Hnífar og sverð á heimili parsins sem játar að hluta kynferðisbrot gegn börnum sínum Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 800 ljósmyndir og 29 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan hátt 26. október 2018 15:53 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00
Hnífar og sverð á heimili parsins sem játar að hluta kynferðisbrot gegn börnum sínum Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 800 ljósmyndir og 29 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan hátt 26. október 2018 15:53