Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2019 19:00 Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Tilfellum listeríusmits hefur fjölgað á undanförnum árum. Embætti landlæknis greindi frá því á dögum að kona á fimmtugsaldri, með undirliggjandi ónæmisbælingu, hafi veikst af listeríusýkingu í upphafi ársins og látist um hálfum mánuði síðar af völdum sýkingarinnar. Þetta er fyrsta dauðsfallið á þessu ári en í fyrra veiktust þrír og árið 2017 létust fjórir af þeim sjö sem veiktust. Sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn sjaldgæfan og að tilfellin komi séu í hrinum. „Þegar maður lítur nokkur ár aftur í tímann að þá virðist sem svo að þessum tilfellum sé að fjölga en þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar og þeir hafa tilhneigingu til að koma í hrinum. Gerist ekkert í einhver ár og svo koma þau nokkrum saman ein árin. En þeim gæti verið að fjölga já,” segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/BaldurNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitastNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitast og má þar nefna þungaðar konur og fólk á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Við ífarandi sýkingu getur bakterían borist út í blóðið og valdið blóðsýkingu, en einnig sækir hún í miðtaugakerfið og leiðir í þeim tilfellum til heilahimnubólgu. Einkenni geta í upphafi verið mismikil og lýst sér sem vanþrif og léleg matarlyst hjá nýfæddum börnum. Einkennin geta líka verið bráð með hita, höfuðverk, ógleði, uppköstum og alvarlegu blóðþrýstingsfalli. Konan sem lést á þessu ári hafði neytt reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfang. Við eftirlit Matvælastofnunnar fannst listeríusmit víða á starfstöð fyrirtækisins og var öll starfsemi stöðvuð í byrjun febrúar en hófst aftur, undir eftirliti undir lok sama mánaðar.Nú hefur neyslumynstur þjóðarinnar verið að breytast. Hrámeti er orðið vinsælla. Telur þú að fólk þurfi að hafa varan á? “Allur almenningur þarf í sjálfu sér ekki að gera það og þetta er ekki baktería sem að sýkir öllu jöfnu hraust fólk en það er fyrst og fremst þessi einstaklingar með ónæmisbælandi sjúkdóma og á ónæmisbælandi lyfjum og svo þungaðar konur sem að þurfa að huga að sínu mataræði,” segir Þórólfur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Tilfellum listeríusmits hefur fjölgað á undanförnum árum. Embætti landlæknis greindi frá því á dögum að kona á fimmtugsaldri, með undirliggjandi ónæmisbælingu, hafi veikst af listeríusýkingu í upphafi ársins og látist um hálfum mánuði síðar af völdum sýkingarinnar. Þetta er fyrsta dauðsfallið á þessu ári en í fyrra veiktust þrír og árið 2017 létust fjórir af þeim sjö sem veiktust. Sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn sjaldgæfan og að tilfellin komi séu í hrinum. „Þegar maður lítur nokkur ár aftur í tímann að þá virðist sem svo að þessum tilfellum sé að fjölga en þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar og þeir hafa tilhneigingu til að koma í hrinum. Gerist ekkert í einhver ár og svo koma þau nokkrum saman ein árin. En þeim gæti verið að fjölga já,” segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/BaldurNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitastNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitast og má þar nefna þungaðar konur og fólk á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Við ífarandi sýkingu getur bakterían borist út í blóðið og valdið blóðsýkingu, en einnig sækir hún í miðtaugakerfið og leiðir í þeim tilfellum til heilahimnubólgu. Einkenni geta í upphafi verið mismikil og lýst sér sem vanþrif og léleg matarlyst hjá nýfæddum börnum. Einkennin geta líka verið bráð með hita, höfuðverk, ógleði, uppköstum og alvarlegu blóðþrýstingsfalli. Konan sem lést á þessu ári hafði neytt reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfang. Við eftirlit Matvælastofnunnar fannst listeríusmit víða á starfstöð fyrirtækisins og var öll starfsemi stöðvuð í byrjun febrúar en hófst aftur, undir eftirliti undir lok sama mánaðar.Nú hefur neyslumynstur þjóðarinnar verið að breytast. Hrámeti er orðið vinsælla. Telur þú að fólk þurfi að hafa varan á? “Allur almenningur þarf í sjálfu sér ekki að gera það og þetta er ekki baktería sem að sýkir öllu jöfnu hraust fólk en það er fyrst og fremst þessi einstaklingar með ónæmisbælandi sjúkdóma og á ónæmisbælandi lyfjum og svo þungaðar konur sem að þurfa að huga að sínu mataræði,” segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15