Dúxinn á Ísafirði kom öllum á óvart með að bresta í söng Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2019 11:21 Pétur Ernir með stoltum foreldrum sínum. Hildur Elísabet Pétursdóttir og Svavar Þór Guðmundsson vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sonurinn ekki bara dúxaði heldur brast í söng við útskriftina. Pétur Ernir Svavarsson kom fjölskyldu sinni og öðrum algerlega í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskrift Menntaskólans á Ísafirði. Pétur var dúx við skólann, útskrifaðist með 9,69 sem er jafnframt hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið út við skólann. Kom flatt uppá fjölskylduna „Ég hélt þessu leyndu alla vikuna fyrir útskrift. Foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um að ég væri að dúxa. Ég meira að segja laug blákalt að þeim þegar þau spurðu hver væri dúx. Þannig að þetta kom alveg flatt uppá þau. Þegar ég stóð þarna í pontunni og svo brast í söng.“ Pétur Ernir er Ísfirðingur, fæddur og uppalinn. Og ávarp hans við útskriftarathöfnina var óvenjulegt. Hann brast í söng í miðju ávarpi, söng Abbalagið When I kissed the teacher og dreif alla út á gólf. Mikið fjör í kirkjunni hvar athöfnin fór fram Heldur betur hressandi að sögn Ólínu Þorvarðardóttur sem var 40 ára stúdent frá Menntaskólanum en hún var um tíma skólameistari og flutti ávarp við þetta tækifæri. „Þar vorum við 40 ára stúdentar frá skólanum einnig mætt til að minnast okkar tímamóta. Tímarnir breytast, mennirnir og siðirnir með,“ segir Ólína og birtir myndband af atriði Péturs Ernis á Facebooksíðu sinni sem sjá má hér neðar. Og ekki skortir fjörið í kirkjunni hvar útskriftarathöfnin fór fram. Pétur Ernir segir það reyndar svo að hugmyndin sé nú ekki frá sér komið. Hann og vinur hans voru að horfa á myndina Mamma Mia here we go again. Og þar er að finna hliðstætt atriði. „Okkur fannst þetta svo geggjuð hugmynd að við ákváðum að leika það eftir.“ Pétur Ernir útskrifaðist á náttúruvísindabraut og hann segist ekki vita hvað taki við. Draumur hans er að ferðast í haust, eins og svo margir gera og skoða heiminn. „Svo er stefnan að fara suður eftir áramót, finna mér einhvern góðan söngkennara og feta mig áfram fyrir sunnan.“ Veit ekki hvað tekur við Ekkert er hins vegar fyrirliggjandi um framhaldsnám. Pétur Ernir segir að hann eigi eftir að finna út úr því hvar áhugi hans liggur. En, fer ekki hrollur um þá sem standa þér nærri ef þú dúxinn sjálfur ætlar að hverfa á vit söngsins, hvar margur býr við sult og seyru? „Kannski meðal kennara einhverra en það sem ég hef lært og heyrt er að maður á að nýta það sem manni hefur verið gefið og ég hyggst gera það; hvað svo sem framtíðin býður uppá. Maður veit aldrei hvert þetta leiðir.“ Pétur Ernir hefur lært á píanó í 12 til 13 ár, hann segist hafa verið einstaklega heppinn með kennara. Og svo söng í fjögur ár hjá Sigrúnu Pálmadóttur, sem söng í óperuhúsinu í Bonn og víðar. „Alveg rosalega heppinn að hafa hana hérna. Hún hefur gefið mér virkilega mikið.“ Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Tímamót Tónlist Dúxar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Pétur Ernir Svavarsson kom fjölskyldu sinni og öðrum algerlega í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskrift Menntaskólans á Ísafirði. Pétur var dúx við skólann, útskrifaðist með 9,69 sem er jafnframt hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið út við skólann. Kom flatt uppá fjölskylduna „Ég hélt þessu leyndu alla vikuna fyrir útskrift. Foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um að ég væri að dúxa. Ég meira að segja laug blákalt að þeim þegar þau spurðu hver væri dúx. Þannig að þetta kom alveg flatt uppá þau. Þegar ég stóð þarna í pontunni og svo brast í söng.“ Pétur Ernir er Ísfirðingur, fæddur og uppalinn. Og ávarp hans við útskriftarathöfnina var óvenjulegt. Hann brast í söng í miðju ávarpi, söng Abbalagið When I kissed the teacher og dreif alla út á gólf. Mikið fjör í kirkjunni hvar athöfnin fór fram Heldur betur hressandi að sögn Ólínu Þorvarðardóttur sem var 40 ára stúdent frá Menntaskólanum en hún var um tíma skólameistari og flutti ávarp við þetta tækifæri. „Þar vorum við 40 ára stúdentar frá skólanum einnig mætt til að minnast okkar tímamóta. Tímarnir breytast, mennirnir og siðirnir með,“ segir Ólína og birtir myndband af atriði Péturs Ernis á Facebooksíðu sinni sem sjá má hér neðar. Og ekki skortir fjörið í kirkjunni hvar útskriftarathöfnin fór fram. Pétur Ernir segir það reyndar svo að hugmyndin sé nú ekki frá sér komið. Hann og vinur hans voru að horfa á myndina Mamma Mia here we go again. Og þar er að finna hliðstætt atriði. „Okkur fannst þetta svo geggjuð hugmynd að við ákváðum að leika það eftir.“ Pétur Ernir útskrifaðist á náttúruvísindabraut og hann segist ekki vita hvað taki við. Draumur hans er að ferðast í haust, eins og svo margir gera og skoða heiminn. „Svo er stefnan að fara suður eftir áramót, finna mér einhvern góðan söngkennara og feta mig áfram fyrir sunnan.“ Veit ekki hvað tekur við Ekkert er hins vegar fyrirliggjandi um framhaldsnám. Pétur Ernir segir að hann eigi eftir að finna út úr því hvar áhugi hans liggur. En, fer ekki hrollur um þá sem standa þér nærri ef þú dúxinn sjálfur ætlar að hverfa á vit söngsins, hvar margur býr við sult og seyru? „Kannski meðal kennara einhverra en það sem ég hef lært og heyrt er að maður á að nýta það sem manni hefur verið gefið og ég hyggst gera það; hvað svo sem framtíðin býður uppá. Maður veit aldrei hvert þetta leiðir.“ Pétur Ernir hefur lært á píanó í 12 til 13 ár, hann segist hafa verið einstaklega heppinn með kennara. Og svo söng í fjögur ár hjá Sigrúnu Pálmadóttur, sem söng í óperuhúsinu í Bonn og víðar. „Alveg rosalega heppinn að hafa hana hérna. Hún hefur gefið mér virkilega mikið.“
Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Tímamót Tónlist Dúxar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira