„Yfirvöld koma fram við börnin eins og þau séu farangur en ekki manneskjur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 14:00 Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30