Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2019 14:13 Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, þjóðskálds, stendur skammt frá Akureyrarkirkju. Vísir/getty Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju og er afar áberandi í bæjarmyndinni. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Guðmundur segir að áform um sölu á húsinu sé liður í því að skoða hvernig bærinn geti dregið úr kostnaði. Þannig hafa bæjaryfirvöld að undanförnu gaumgæft eignir bæjarins og skoðað hvaða eignir hafi nýst illa. Hús Matthíasar sé ein þeirra eigna sem hafi nýst illa vegna aðgengismála. „Það er kostnaðarsamt að koma upp aðgengi að þessu og við höfum talað um það að það væri kannski möguleiki á því að losa okkur undan þessu með því að selja húsið og kannski eru þarna aðilar úti sem gætu nýtt ser húsið og væru tilbúnir til þess.“Guðmundur Baldvin Guðmundsson er oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.Framsóknarflokkurinn á AkureyriAðspurður hvernig bæjarbúar hafi brugðist við fréttunum segir Guðmundur. „Auðvitað er það þannig að fólk hefur taugar til þessa húss. Það er eðlilegt og þetta mun skapa einhverja umræðu, þetta var tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu í síðustu viku og kemur fyrir bæjarráð í næstu viku þar sem bæjarráð mun afgreiða þetta mál en það er vilji okkar til þess að leita að nýjum eigendum að þessu húsi.“Þetta er stolt Norðausturlands, er ekki óhætt að segja það?„Þetta er fallegt hús og sögufrægt hús og það er hús sem kemur til með að standa þarna um ókomna framtíð en vonandi finnst einhver sem vill eiga þetta og vill halda þessu við. Við höfum líka áhyggjur af því að með lítilli notkun, eins og þetta hefur verið síðustu árin, að þá drabbist þetta niður,“ segir Guðmundur. Sigurhæðir er fallegt hús og sögufrægt að sögn formanns bæjarráðs Akureyrar.Þórgnýr Dýrfjörð Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju og er afar áberandi í bæjarmyndinni. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Guðmundur segir að áform um sölu á húsinu sé liður í því að skoða hvernig bærinn geti dregið úr kostnaði. Þannig hafa bæjaryfirvöld að undanförnu gaumgæft eignir bæjarins og skoðað hvaða eignir hafi nýst illa. Hús Matthíasar sé ein þeirra eigna sem hafi nýst illa vegna aðgengismála. „Það er kostnaðarsamt að koma upp aðgengi að þessu og við höfum talað um það að það væri kannski möguleiki á því að losa okkur undan þessu með því að selja húsið og kannski eru þarna aðilar úti sem gætu nýtt ser húsið og væru tilbúnir til þess.“Guðmundur Baldvin Guðmundsson er oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.Framsóknarflokkurinn á AkureyriAðspurður hvernig bæjarbúar hafi brugðist við fréttunum segir Guðmundur. „Auðvitað er það þannig að fólk hefur taugar til þessa húss. Það er eðlilegt og þetta mun skapa einhverja umræðu, þetta var tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu í síðustu viku og kemur fyrir bæjarráð í næstu viku þar sem bæjarráð mun afgreiða þetta mál en það er vilji okkar til þess að leita að nýjum eigendum að þessu húsi.“Þetta er stolt Norðausturlands, er ekki óhætt að segja það?„Þetta er fallegt hús og sögufrægt hús og það er hús sem kemur til með að standa þarna um ókomna framtíð en vonandi finnst einhver sem vill eiga þetta og vill halda þessu við. Við höfum líka áhyggjur af því að með lítilli notkun, eins og þetta hefur verið síðustu árin, að þá drabbist þetta niður,“ segir Guðmundur. Sigurhæðir er fallegt hús og sögufrægt að sögn formanns bæjarráðs Akureyrar.Þórgnýr Dýrfjörð
Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira