Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 08:11 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu og Suðurlandi síðustu daga. Vísir/vilhelm Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. Þannig mun rigna ansi duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi en seinnipartinn lægir mikið og styttir upp, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Ofsaveður hefur geisað á Suður- og Suðvesturlandi síðan í gær og hafði til að mynda mikil áhrif á flugsamgöngur. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að einkum megi búast við úrkomu við jöklana. „Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum á þeim svæðum í dag. Ferðamenn eru hvattir til að sýna aðgát við óbrúaðar ár, þá sérstaklega í grennd við Þórsmörk. Á suðausturhelmingi landsins má búast við vatnavöxtum fram á sunnudagseftirmiðdag.“ Þá eru gular viðvaranir Veðurstofu Íslands á Suðurlandi og Faxaflóa í gildi fram eftir morgni en búast má við hviðum yfir 35 m/s á þeim svæðum.Trampólín á akbraut Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr. Samkvæmt flugáætlun á vef Isavia hafa flugvélar tekið af stað frá Keflavíkurflugvelli nú á áttunda tímanum í morgun eftir röskun gærdagsins. Engar komur eru hins vegar áætlaðar fyrr en á ellefta tímanum. Þá sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda útkalla vegna veðurs í gærkvöldi. Flest útköllin sneru að þakplötum og byggingarefni sem fauk í hvassviðrinu en í einu tilviki hafði trampólín fokið inn á akbraut á Grensásvegi. Áætlað er að veðrið gangi að mestu niður í kvöld og á sunnudag, sem verður fremur rólegur. Um kvöldið má þó búast við vaxandi austanátt og á mánudag fer að rigna suðaustan og austanlands í allhvassri austan- og norðaustanátt. „Fremur milt eins og oft vill vera þegar lægðir koma úr suðvestri og dæla til okkar mildu lofti ættuðu langt sunnan úr höfum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Austan og norðaustan 10-18, en 18-23 við suðurströndina fram eftir morgni. Talsverð rigning SA- og A-lands en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 og rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnan heiða.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustanátt og dálítil rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.Á föstudag:Norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á S- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst. Veður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. Þannig mun rigna ansi duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi en seinnipartinn lægir mikið og styttir upp, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Ofsaveður hefur geisað á Suður- og Suðvesturlandi síðan í gær og hafði til að mynda mikil áhrif á flugsamgöngur. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að einkum megi búast við úrkomu við jöklana. „Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum á þeim svæðum í dag. Ferðamenn eru hvattir til að sýna aðgát við óbrúaðar ár, þá sérstaklega í grennd við Þórsmörk. Á suðausturhelmingi landsins má búast við vatnavöxtum fram á sunnudagseftirmiðdag.“ Þá eru gular viðvaranir Veðurstofu Íslands á Suðurlandi og Faxaflóa í gildi fram eftir morgni en búast má við hviðum yfir 35 m/s á þeim svæðum.Trampólín á akbraut Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr. Samkvæmt flugáætlun á vef Isavia hafa flugvélar tekið af stað frá Keflavíkurflugvelli nú á áttunda tímanum í morgun eftir röskun gærdagsins. Engar komur eru hins vegar áætlaðar fyrr en á ellefta tímanum. Þá sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda útkalla vegna veðurs í gærkvöldi. Flest útköllin sneru að þakplötum og byggingarefni sem fauk í hvassviðrinu en í einu tilviki hafði trampólín fokið inn á akbraut á Grensásvegi. Áætlað er að veðrið gangi að mestu niður í kvöld og á sunnudag, sem verður fremur rólegur. Um kvöldið má þó búast við vaxandi austanátt og á mánudag fer að rigna suðaustan og austanlands í allhvassri austan- og norðaustanátt. „Fremur milt eins og oft vill vera þegar lægðir koma úr suðvestri og dæla til okkar mildu lofti ættuðu langt sunnan úr höfum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Austan og norðaustan 10-18, en 18-23 við suðurströndina fram eftir morgni. Talsverð rigning SA- og A-lands en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 og rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnan heiða.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustanátt og dálítil rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.Á föstudag:Norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á S- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Veður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira