Fá engar bætur frá flugfélaginu en ættu að kanna tryggingarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 14:47 Farþegar Wizz air á leið frá Póllandi lentu á Egilsstöðum í gærkvöldi vegna vonskuveðurs. Mynd er úr safni. Vísir/getty Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins. Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Lögmaður segir að farþegar flugfélagsins Wizz air, sem lenda þurftu á Egilsstöðum í gær, eigi ekki rétt á bótum í gegnum flugfélagið. Þeir gætu hins vegar átt rétt á bótagreiðslum í gegnum tryggingafélög. Neytendasamtökunum hafa ekki borist erindi vegna málsins.Sjá einnig: Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegarnir komu með tveimur vélum Wizz air til Íslands og áttu að lenda í Keflavík í gærkvöldi en var beint til Egilsstaða vegna veðurs. Þar var þeim boðið að fljúga annað hvort aftur til Krakár í Póllandi strax um kvöldið eða fara frá borði á Egilsstöðum og bjarga sér sjálfir. Meirihluti farþeganna valdi að verða eftir á Egilsstöðum en þeim sem það gerðu var gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að Wizz air væri ekki ábyrgt fyrir því að koma þeim á áfangastað, sem í þessu tilviki var Keflavík.Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem hefur reynslu af málum tengdum bótarétti flugfarþega, segir í samtali við Vísi að farþegar Wizz air eigi ekki rétt á bótum frá flugfélaginu þar sem veðrið í gær falli undir óviðráðanlegar aðstæður. „Það er þessi reglugerð um réttindi flugfarþega frá Evrópusambandinu og hún mælir fyrir um réttindi flugfarþega. Rétturinn til skaðabóta eða tafabóta vegna flugferða sem er aflýst eða seinkað mikið er bundinn við það að hægt sé að kenna flugfélaginu um seinkunina,“ segir Ómar. „Í gær og í morgun eru held ég engin álitamál að veðrið hafi verið það slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga frá Keflavík eða til Keflavíkur.“ Hann segir þó að vel gæti verið að farþegarnir sem lentu í vonskuveðrinu í gær geti sótt sér bætur annars staðar frá. „Flugfarþegar mega þó ekki gleyma því að þeir gætu átt bótarétt samkvæmt sínum persónulegu ferðatryggingum. Ef þú ert með heimilistryggingu eða hefur keypt þér flugmiðann með kreditkorti þá gætir verið að þú ættir rétt á tafabótum þar. Það væri skynsamlegt fyrir þá sem lentu í þessu að hafa samband við tryggingafélagið sitt.“Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert erindi vegna Wizz air eða flugferða gærdagsins borist samtökunum. „En við hvetjum farþega sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur og skoðum það þegar og ef þau berast.“ Þá bendir hann á að Íslendingar jafnt sem útlendingar geti leitað til samtakanna, sem halda úti evrópskri neytendaaðstoð fyrir ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins.
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. 5. október 2019 09:46
Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27