Munaðarleysingjaheimilið hlaut Gullna lundann á RIFF Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 22:04 Munaðarleysingjaheimilið gerist á seinni hluta níunda áratugarins í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Munaðarleysingjaheimilið (e. The Orphanage) hlaut í kvöld Gullna lundann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Verðlaunin voru afhent í Norræna húsinu fyrr í kvöld, en þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Munaðarleysingjaheimilið er eftir leikstjórann Shahrbanoo Sadat og var Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum. Myndin gerist á seinni hluta níunda áratugarins þar sem hinn fimmtán ára Qodrat býr á götum afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl þar sem hann selur bíómiða á svörtum markaði. Er hann mikill aðdáandi Bollywood-mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. „Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt,“ segir í umfjöllun RIFF um myndina.Minnst á Síðasta haustið Það var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem afhenti verðlaunin og sagði að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins. Í tilkynningu frá RIFF segir að sérstaklega hafi verið minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. Þetta er í annað skiptið í sextán ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal. Sigraði í flokknum Önnur framtíð „Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu. Flokkurinn Önnur framtíð er metnaðarfullt framlag RIFF til Reykvíkinga þar sem reynt er að sýna áhorfendum það sem er helst á döfinni í heimildarmyndagerð. Erfiðum spurningum er kastað fram. Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum. Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek sem heillaði dómnefndina en verðlaunin fóru til Ferðalangur að nóttu,“ segir í tilkynningunni.Íslenskar stuttmyndir Í flokknum Íslenskar stuttmyndir vann myndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur. Dómnefndin minntist einnig á stuttmyndina Gulrætur eftir Berg Árnason en myndin Blaðberinn eftir Ninnu vann. Í flokknum Gullna eggið vann myndin Muero Por Volver eftir Javier Marco. Sagt var frá því í gær að franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis, sem var heiðursgestur RIFF í ár, hafi tekið við heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn, úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseti á Bessastöðum í dag. Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Munaðarleysingjaheimilið (e. The Orphanage) hlaut í kvöld Gullna lundann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Verðlaunin voru afhent í Norræna húsinu fyrr í kvöld, en þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Munaðarleysingjaheimilið er eftir leikstjórann Shahrbanoo Sadat og var Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum. Myndin gerist á seinni hluta níunda áratugarins þar sem hinn fimmtán ára Qodrat býr á götum afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl þar sem hann selur bíómiða á svörtum markaði. Er hann mikill aðdáandi Bollywood-mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. „Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt,“ segir í umfjöllun RIFF um myndina.Minnst á Síðasta haustið Það var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem afhenti verðlaunin og sagði að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins. Í tilkynningu frá RIFF segir að sérstaklega hafi verið minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. Þetta er í annað skiptið í sextán ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal. Sigraði í flokknum Önnur framtíð „Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu. Flokkurinn Önnur framtíð er metnaðarfullt framlag RIFF til Reykvíkinga þar sem reynt er að sýna áhorfendum það sem er helst á döfinni í heimildarmyndagerð. Erfiðum spurningum er kastað fram. Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum. Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek sem heillaði dómnefndina en verðlaunin fóru til Ferðalangur að nóttu,“ segir í tilkynningunni.Íslenskar stuttmyndir Í flokknum Íslenskar stuttmyndir vann myndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur. Dómnefndin minntist einnig á stuttmyndina Gulrætur eftir Berg Árnason en myndin Blaðberinn eftir Ninnu vann. Í flokknum Gullna eggið vann myndin Muero Por Volver eftir Javier Marco. Sagt var frá því í gær að franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis, sem var heiðursgestur RIFF í ár, hafi tekið við heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn, úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseti á Bessastöðum í dag.
Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57