Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Fiskistofa taldi útgerðina hafa ávinning af brotunum. Fréttablaðið/Anton Sjávarútvegsráðuneytið hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að hneppa Kleifaberg RE-70 í 12 vikna veiðistöðvun vegna meints brottkasts afla við veiðar. Frestun réttaráhrifa nær til 15. apríl næstkomandi. Það þýðir að Kleifabergið, sem átti að fara í veiðibann frá 4. febrúar, mun geta haldið áfram veiðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun ný áhöfn fara um borð annað kvöld og sigla norður í Barentshaf en þar munu þeir veiða á rúmum þrjátíu dögum um 1.200 tonn af þorski ásamt meðafla. Þann fjórða janúar svipti Fiskistofa Kleifabergið veiðileyfi vegna rannsóknar hennar á brottkasti. „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV,“ sagði Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, þegar svipting veiðileyfisins var gerð opinber í Fréttablaðinu.Eyþór Björnsson FiskistofustjóriFiskistofa taldi að útgerðin hafi haft ávinning af þessum brotum með því að kasta fyrir borð fiski sem annars tefði vinnslu um borð. „Eins og atvikum er lýst verður að ganga út frá því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða,“ segir í ákvörðuninni og segja þeir miklu magni af fiski hafa verið hent með vitund og eftir fyrirmælum skipstjóra. Þann tíunda janúar síðastliðinn barst ráðuneytinu kæra Brims á ákvörðun Fiskistofu. Meðal annars er í kærunni bent á að andmælaréttur fyrirtækisins hafi verið brotinn gróflega af Fiskistofu og að rannsókn stofnunarinnar hafi verið ámælisverð. Veiðileyfissvipting Fiskistofu er talin hafa getað rýrt tekjur Brims um milljarða og 12 vikna veiðistöðvun skipsins á þessum tíma hefði þýtt um sjö milljóna króna tekjumissi fyrir háseta á skipinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var óánægja með að svo stór ákvörðun Fiskistofu hafi verið tekin án þess að rætt hafi verið við forsvarsmenn skipsins og þeir fengið að segja skoðun sína. „Svipting á veiðileyfi er ekki tekin út í loftið og er byggð á gögnum málsins,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. „Ákvörðun um frestun réttaráhrifa veiðileyfasviptingarinnar er ákvörðun ráðuneytisins og ég hef enga sérstaka skoðun á henni.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Útgerð Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 4. janúar 2019 22:59 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Sjávarútvegsráðuneytið hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að hneppa Kleifaberg RE-70 í 12 vikna veiðistöðvun vegna meints brottkasts afla við veiðar. Frestun réttaráhrifa nær til 15. apríl næstkomandi. Það þýðir að Kleifabergið, sem átti að fara í veiðibann frá 4. febrúar, mun geta haldið áfram veiðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun ný áhöfn fara um borð annað kvöld og sigla norður í Barentshaf en þar munu þeir veiða á rúmum þrjátíu dögum um 1.200 tonn af þorski ásamt meðafla. Þann fjórða janúar svipti Fiskistofa Kleifabergið veiðileyfi vegna rannsóknar hennar á brottkasti. „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV,“ sagði Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, þegar svipting veiðileyfisins var gerð opinber í Fréttablaðinu.Eyþór Björnsson FiskistofustjóriFiskistofa taldi að útgerðin hafi haft ávinning af þessum brotum með því að kasta fyrir borð fiski sem annars tefði vinnslu um borð. „Eins og atvikum er lýst verður að ganga út frá því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða,“ segir í ákvörðuninni og segja þeir miklu magni af fiski hafa verið hent með vitund og eftir fyrirmælum skipstjóra. Þann tíunda janúar síðastliðinn barst ráðuneytinu kæra Brims á ákvörðun Fiskistofu. Meðal annars er í kærunni bent á að andmælaréttur fyrirtækisins hafi verið brotinn gróflega af Fiskistofu og að rannsókn stofnunarinnar hafi verið ámælisverð. Veiðileyfissvipting Fiskistofu er talin hafa getað rýrt tekjur Brims um milljarða og 12 vikna veiðistöðvun skipsins á þessum tíma hefði þýtt um sjö milljóna króna tekjumissi fyrir háseta á skipinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var óánægja með að svo stór ákvörðun Fiskistofu hafi verið tekin án þess að rætt hafi verið við forsvarsmenn skipsins og þeir fengið að segja skoðun sína. „Svipting á veiðileyfi er ekki tekin út í loftið og er byggð á gögnum málsins,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. „Ákvörðun um frestun réttaráhrifa veiðileyfasviptingarinnar er ákvörðun ráðuneytisins og ég hef enga sérstaka skoðun á henni.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Útgerð Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 4. janúar 2019 22:59 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Útgerð Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 4. janúar 2019 22:59