Dæmdur fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2019 14:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa í september 2015 tekið ljósmynd af konunni á síma sinn þar sem hún lá sofandi og hálfnakin í rúmi með nöktum karlmanni. Sendi maðurinn svo myndina á þrjá vini sína í gegnum Facebook. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi gengist við því að hafa tekið myndina og sent hana áfram í gegnum Facebook. Vörn hans byggði á því að hann hefði ekki sýnt af sér lostugt athæfi í skilning 209. greinar almennra hegningarlaga sem snýr að blygðunarsemi og þá hefði hann ekki heldur gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar með því að móðga konuna og smána.Ekki sannað að um lostugt athæfi hafi verið að ræða Dómurinn taldi ekki hægt að slá því föstu sá verknaður að taka myndina og senda hana svo áfram á vini sína fæli í sér lostugt athæfi í skilningi laganna. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar eða eins og segir í dómnum: „Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga, er stjórnast af kynhneigð, sem einhver annar verður vitni að. Með lögum nr. 40/1992 voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að ef kynferðis¬athafnir gætu ekki talist vera samræði, önnur kynferðismök eða önnur kynferðisleg áreitni gæti 209. gr. almennra hegningarlaga átt við um þær. Þá sagði í athugasemdum við 15. gr. frumvarpsins að það leiddi af nýjum sérákvæðum í 200.-202. gr. laganna, sbr. 8.-10. gr. frumvarpsins, um kynferðislega áreitni, að undir 209. gr. félli nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi, önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, og klúrt orðbragð í síma. Ákærði hefur borið því við að sú háttsemi hans að taka áðurlýsta ljósmynd og senda hana til þriggja vina sinna hafi ekki verið sprottin af kynferðislegum rótum. Aðspurður fyrir dómi um hvað honum gekk til vísaði ákærði einkum til þess að honum hefði verið verulega brugðið við að koma að brotaþola og manninum. Hann hefði vilja eiga myndina ef brotaþoli myndi síðar þræta fyrir að karlmaður hefði gist hjá henni þessa nótt, eitthvað sem hún hefði síðan gert síðar þennan sama dag.“ Dómurinn taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni með háttseminni og var hann því sakfelldur fyrir þann hluta ákærunnar. Þá var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur og svo allan málskostnað. Dómsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa í september 2015 tekið ljósmynd af konunni á síma sinn þar sem hún lá sofandi og hálfnakin í rúmi með nöktum karlmanni. Sendi maðurinn svo myndina á þrjá vini sína í gegnum Facebook. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi gengist við því að hafa tekið myndina og sent hana áfram í gegnum Facebook. Vörn hans byggði á því að hann hefði ekki sýnt af sér lostugt athæfi í skilning 209. greinar almennra hegningarlaga sem snýr að blygðunarsemi og þá hefði hann ekki heldur gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar með því að móðga konuna og smána.Ekki sannað að um lostugt athæfi hafi verið að ræða Dómurinn taldi ekki hægt að slá því föstu sá verknaður að taka myndina og senda hana svo áfram á vini sína fæli í sér lostugt athæfi í skilningi laganna. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar eða eins og segir í dómnum: „Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga, er stjórnast af kynhneigð, sem einhver annar verður vitni að. Með lögum nr. 40/1992 voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að ef kynferðis¬athafnir gætu ekki talist vera samræði, önnur kynferðismök eða önnur kynferðisleg áreitni gæti 209. gr. almennra hegningarlaga átt við um þær. Þá sagði í athugasemdum við 15. gr. frumvarpsins að það leiddi af nýjum sérákvæðum í 200.-202. gr. laganna, sbr. 8.-10. gr. frumvarpsins, um kynferðislega áreitni, að undir 209. gr. félli nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi, önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, og klúrt orðbragð í síma. Ákærði hefur borið því við að sú háttsemi hans að taka áðurlýsta ljósmynd og senda hana til þriggja vina sinna hafi ekki verið sprottin af kynferðislegum rótum. Aðspurður fyrir dómi um hvað honum gekk til vísaði ákærði einkum til þess að honum hefði verið verulega brugðið við að koma að brotaþola og manninum. Hann hefði vilja eiga myndina ef brotaþoli myndi síðar þræta fyrir að karlmaður hefði gist hjá henni þessa nótt, eitthvað sem hún hefði síðan gert síðar þennan sama dag.“ Dómurinn taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni með háttseminni og var hann því sakfelldur fyrir þann hluta ákærunnar. Þá var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur og svo allan málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira