„Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. janúar 2019 14:49 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ómögulegt að segja til um hvert kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir leiða. Það sem skipti máli sé að deiluaðilar séu að ræða saman. Fyrsta fundi vikunnar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk í hádeginu. Fundurinn fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en áætlað er að funda aftur á miðvikudag og föstudag.„Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir mál sem hefur verið vísað til okkar af undirbúningshópum sem eru langt komnir með sína vinnu þannig að við erum að fara yfir marga þætti kjarasamningsins sem snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór að loknum fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ítrekaði það að enn ætti eftir að koma í ljós hverjar af tillögum átakshóps í húsnæðismálum verði að veruleika. Aðspurð hvenær ætti að taka stöðuna á viðræðunum sagði Sólveig: „Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði fundinn í dag hafa verið vinnufund. Farið hafði verið í gegnum mörg atriði sem sum voru afgreidd en öðrum vísað inn í vinnuhópa sem munu taka til starfa á næstu dögum. Hann sagði það góðs viti á meðan samningsaðilar væru að hitta því orð væru til alls fyrst. „Kjarasamningar snúast um þróun samfélagsins og það er það sem er undir. Þar vilja báðir samningsaðilar reyna að bæta samfélagið og um það snerist fundurinn í dag,“ sagði Halldór Benjamín. Kjaramál Tengdar fréttir Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ómögulegt að segja til um hvert kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir leiða. Það sem skipti máli sé að deiluaðilar séu að ræða saman. Fyrsta fundi vikunnar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk í hádeginu. Fundurinn fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en áætlað er að funda aftur á miðvikudag og föstudag.„Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir mál sem hefur verið vísað til okkar af undirbúningshópum sem eru langt komnir með sína vinnu þannig að við erum að fara yfir marga þætti kjarasamningsins sem snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór að loknum fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ítrekaði það að enn ætti eftir að koma í ljós hverjar af tillögum átakshóps í húsnæðismálum verði að veruleika. Aðspurð hvenær ætti að taka stöðuna á viðræðunum sagði Sólveig: „Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði fundinn í dag hafa verið vinnufund. Farið hafði verið í gegnum mörg atriði sem sum voru afgreidd en öðrum vísað inn í vinnuhópa sem munu taka til starfa á næstu dögum. Hann sagði það góðs viti á meðan samningsaðilar væru að hitta því orð væru til alls fyrst. „Kjarasamningar snúast um þróun samfélagsins og það er það sem er undir. Þar vilja báðir samningsaðilar reyna að bæta samfélagið og um það snerist fundurinn í dag,“ sagði Halldór Benjamín.
Kjaramál Tengdar fréttir Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53