Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2019 23:30 Rannsóknarholur voru grafnar og veðurmælistöð komið upp á fyrirhuguðu hafnarsvæði við Finnafjörð sumarið 2015. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn. Mynd/Friðrika Marteinsdóttir, Eflu. Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. Fjallað var um áformin í fréttum Stöðvar 2. Átökin um Finnafjarðarhöfn eru þegar hafin í samfélagsumræðunni. Menn óttast að náttúru Finnfjarðar verði fórnað meðan aðstandendur verkefnisins segja alþjóðlegar siglingaleiðir styttast verulega og þar með minnki útblástur í flutningum.Bændurnir á Miðfjarðarnesi, Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur næst hafnarsvæðinu, eins og þau Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir á Miðfjarðarnesi, sem við hittum í sumar, lýstu þá efasemdum. „Ég hef nú svona ekkert verið rosalega spennt fyrir þessu. En ég skil svo sem alveg að þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir svæðið, ef þetta yrði. En kannski ekkert sem mann dreymir um að hafa hérna við hliðina á okkur,“ sagði Sigríður Ósk.Björn Guðmundur Björnsson, hreppsnefndarmaður í Langanesbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Bakkafirði sagði Björn Guðmundur Björnsson þetta verða kúvendingu sem myndi klárlega gagnast byggðinni. „Ef þetta fer af stað, í sátt og samlyndi við landeigendur og sveitarfélag, þá verður mikil uppbygging hér. Og af hverju ekki á Bakkafirði?“ spurði Björn Guðmundur. María Guðmundsdóttir og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir störfuðu báðar við grunnskólann á Bakkafirði, sem lokað var fyrir tveimur árum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þeim Maríu Guðmundsdóttur og Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur leist ekkert á áformin. „Stórskipahöfn sem er af þessari stærðargráðu er ekkert grín. Þetta er miklu, miklu, miklu stærra heldur en maður getur eiginlega ímyndað sér,“ sagði María. „Ég tala nú ekki um að þá kannski skemmast líka fiskimiðin okkar,“ sagði Bylgja Dögg.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Finnafjörð, sem er inn af Bakkaflóa í krikanum undir Langanesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er bara fullkomlega eðlilegt að fólk hafi efasemdir. Það er fullkomlega eðlilegt að fólk komi þeim skoðunum á framfæri. Og það er í rauninni bara gott fyrir okkur sem erum að vinna að þessu vegna þess að þá erum við svolítið á tánum og pössum okkur,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.Svona gæti höfnin í Finnafirði litið út. Áætlanir miða við að framkvæmdir gætu hafist eftir fimm ár og tækju jafnvel áratugi.Grafík/Efla.Hann segir erfitt að áætla hvaða áhrif verkefnið myndi hafa.Hugmyndin um umskipunarhöfn við Langanes byggir á að svokölluð miðleið verði farin yfir pólinn.„Það er samt alveg ljóst að það þarf ekkert mjög mikið af þessu að gerast til þess að þetta hafi mikil áhrif á þessu litlu samfélög.“ Þannig búi um tólf hundruð manns í þeim þremur sveitarfélögunum sem næst liggja. „Hundrað manna vinnustaður til dæmis, menn sjá að það hefur alveg gríðarleg áhrif. Svoleiðis að við þurfum líka að fara varlega þar, - að við séum ekki að taka of mikið inn í einu og að við ráðum við það að vaxa með verkefninu,“ segir Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Norðurslóðir Vopnafjörður Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Undirrituðu samning um uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði Við undirritunina var stofnað þróunarfélag sem muni vinna að því að afla sérleyfishafa til að hefja starfsemi innan svæðisins. 11. apríl 2019 13:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. Fjallað var um áformin í fréttum Stöðvar 2. Átökin um Finnafjarðarhöfn eru þegar hafin í samfélagsumræðunni. Menn óttast að náttúru Finnfjarðar verði fórnað meðan aðstandendur verkefnisins segja alþjóðlegar siglingaleiðir styttast verulega og þar með minnki útblástur í flutningum.Bændurnir á Miðfjarðarnesi, Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur næst hafnarsvæðinu, eins og þau Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir á Miðfjarðarnesi, sem við hittum í sumar, lýstu þá efasemdum. „Ég hef nú svona ekkert verið rosalega spennt fyrir þessu. En ég skil svo sem alveg að þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir svæðið, ef þetta yrði. En kannski ekkert sem mann dreymir um að hafa hérna við hliðina á okkur,“ sagði Sigríður Ósk.Björn Guðmundur Björnsson, hreppsnefndarmaður í Langanesbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Bakkafirði sagði Björn Guðmundur Björnsson þetta verða kúvendingu sem myndi klárlega gagnast byggðinni. „Ef þetta fer af stað, í sátt og samlyndi við landeigendur og sveitarfélag, þá verður mikil uppbygging hér. Og af hverju ekki á Bakkafirði?“ spurði Björn Guðmundur. María Guðmundsdóttir og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir störfuðu báðar við grunnskólann á Bakkafirði, sem lokað var fyrir tveimur árum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þeim Maríu Guðmundsdóttur og Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur leist ekkert á áformin. „Stórskipahöfn sem er af þessari stærðargráðu er ekkert grín. Þetta er miklu, miklu, miklu stærra heldur en maður getur eiginlega ímyndað sér,“ sagði María. „Ég tala nú ekki um að þá kannski skemmast líka fiskimiðin okkar,“ sagði Bylgja Dögg.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Finnafjörð, sem er inn af Bakkaflóa í krikanum undir Langanesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er bara fullkomlega eðlilegt að fólk hafi efasemdir. Það er fullkomlega eðlilegt að fólk komi þeim skoðunum á framfæri. Og það er í rauninni bara gott fyrir okkur sem erum að vinna að þessu vegna þess að þá erum við svolítið á tánum og pössum okkur,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.Svona gæti höfnin í Finnafirði litið út. Áætlanir miða við að framkvæmdir gætu hafist eftir fimm ár og tækju jafnvel áratugi.Grafík/Efla.Hann segir erfitt að áætla hvaða áhrif verkefnið myndi hafa.Hugmyndin um umskipunarhöfn við Langanes byggir á að svokölluð miðleið verði farin yfir pólinn.„Það er samt alveg ljóst að það þarf ekkert mjög mikið af þessu að gerast til þess að þetta hafi mikil áhrif á þessu litlu samfélög.“ Þannig búi um tólf hundruð manns í þeim þremur sveitarfélögunum sem næst liggja. „Hundrað manna vinnustaður til dæmis, menn sjá að það hefur alveg gríðarleg áhrif. Svoleiðis að við þurfum líka að fara varlega þar, - að við séum ekki að taka of mikið inn í einu og að við ráðum við það að vaxa með verkefninu,“ segir Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Norðurslóðir Vopnafjörður Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Undirrituðu samning um uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði Við undirritunina var stofnað þróunarfélag sem muni vinna að því að afla sérleyfishafa til að hefja starfsemi innan svæðisins. 11. apríl 2019 13:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Undirrituðu samning um uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði Við undirritunina var stofnað þróunarfélag sem muni vinna að því að afla sérleyfishafa til að hefja starfsemi innan svæðisins. 11. apríl 2019 13:35