Viðskipti innlent

Undir­rituðu samning um upp­­byggingu hafnar­­starf­­semi í Finna­­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá undirritun samningsins á Þórshöfn fyrr í dag.
Frá undirritun samningsins á Þórshöfn fyrr í dag. Guðjón Gamalíelsson
Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins Bremenports og verkfræðistofunnar Eflu undirrituðu fyrr í dag samstarfssamninga um þróun og uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Langanesbyggðar. Þar segir að við undirritunina hafi verið stofnað þróunarfélagið FFPD sem muni vinna að því að afla sérleyfishafa til að hefja starfsemi innan svæðisins.

„Um er að ræða um 1.300 ha svæði, sem hýst getur margvíslega starfsemi. Við stofnun mun bremenports eiga 66% hlut í félaginu. Aðrir eigendur verða Efla hf. með 26% og sveitarfélögin Vopnafjörður og Langanesbyggð saman með 8%. Viðræður eru í gangi um aðkomu erlends fjárfestingarsjóðs að félaginu síðar á árinu.

Markmið félagsins er að vinna að uppbyggingu alþjóðlegrar stórskipahafnar og iðnaðar-og þjónustusvæðis í takt við ákall samtímans um sjálfbærni. Svæðið tengir saman Asíu við austurströnd Bandaríkjanna og Evrópu. Staðsetning hafnarinnar í Finnafirði mun stytta alþjóðlegar sigilingaleiðir verulega og í kjölfarið minnka útblástur í flutningum,“ segir í tilkynningunni.

Að neðan má sjá frétt Kristjáns Más Unnarssonar fréttamanns frá í september 2018 þar sem fjallað er um verkefnið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×