Fjármálaráðherra segir kjör öryrkja og eldri borgara taka mið af almennri þróun Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 12:06 Bjarni Benediktsson segir kjör aldraðra fara eftir lögum. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira