Innlent

Almyrkvinn sást vel í Bolungarvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ein af fjölmörgum myndum sem Hafþór náði af almyrkanum í nótt.
Ein af fjölmörgum myndum sem Hafþór náði af almyrkanum í nótt. Hafþór Gunnarsson
Um klukkan hálf fimm í morgun varð almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hefur frá Íslandi í á fjórða ár eða síðan 28. september árið 2015. Tunglmyrkvinn hófst klukkan 2:37 en á milli klukkan 04:41 og 05:43 varð tunglið almyrkvað og þá rauðleitt á himninum eins og fjallað hefur verið um á Stjörnufræðivefnum.

Myrkvinn sást vel á Vestfjörðum þar sem Hafþór Gunnarsson reif sig á fætur og tók til við að mynda það sem fyrir augu bar.

Tunglmyrkvar verða þegar sólin, Jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og gengur inn í skugga Jarðar. Þrátt fyrir það verða tunglmyrkvar ekki mánaðarlega vegna þess að brautarplan tunglsins og brautarplan Jarðar eru ósamsíða.

Klippa: Blóðrauður máni 21. janúar


Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt undir eða yfir tunglið. Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á Jörðinni. Í þetta sinn sést myrkvinn best frá Norður- og Suður-Ameríku og að öllu leyti frá Íslandi.

Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi 16. maí 2022.

Nánar má lesa um almyrkva á tungli á Stjörnufræðivefnum.






Tengdar fréttir

Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva

Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×