Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2019 19:00 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira