Erlent

Bæjaryfirvöld í Asbestos telja nafnið eitra fyrir vexti bæjarins

Andri Eysteinsson skrifar
Frá smábænum Asbestos.
Frá smábænum Asbestos. Getty/Bloomberg
Bæjarstjórn kanadíska smábæjarins Asbestos hefur ákveðið að nafni bæjarins skuli breytt þar sem að talið er að núverandi nafn hafi neikvæð áhrif á vilja erlendra fjárfesta til þess að fjárfesta í verkefnum í bænum. BBC greinir frá.

Í Asbestos búa rúmlega 7000 manns en í bænum var eitt sinn að finna stærstu Asbestsnámu heims. Starfsemi í námunni var hætt árið 2011 en bærinn hafði borið nafn efnisins frá því seint á 19. öld.

Asbest var lengi vel notað á marga vegu við byggingar húsa. Efnið var notað til þess að styrkja steypu og til einangrunar svo einhver notagildi þess séu nefnd. Um miðja síðustu öld komu afleiðingar notkunar asbests frekar í ljós og hefur efnið verið tengt við aukna hættu á ýmsum hættulegum sjúkdómum.

Því hafa bæjaryfirvöld ákveðið að snúa baki við Asbest fullri fortíð Abestos og hafa ákveðið að besta skrefið sé að breyta um nafn bæjarins. Bæjaryfirvöld munu finna bænum nýtt nafn í samráði við íbúa og munu sækja innblástur í arfleið námuiðnaðarins í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×