Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2018 18:33 Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44
Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07