Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 14:37 Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar. Erla Dögg Ármannsdóttir Fulltrúar almannavarna meta nú aðstæður í Hítardal á Mýrum þar sem stór skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará snemma í morgun. Stórt lón hefur myndast í dalnum fyrir ofan stífluna. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða við að fá yfirsýn yfir svæðið með drónum og tryggja öryggi. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hlítardal, sagði Vísi í dag að stór öxl hafi fallið úr fjallinu í morgun. Skriða sé einhverra tuga metra há og að minnsta kosti fimmhundruð metra löng. Hún hafi algerlega stíflað farveg Hítarár. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kannar lögregla og fulltrúi aðgerðastjórnar björgunarsveita á svæðinu aðstæður. Um hálf tvö leytið var óskað eftir aðstoð björgunarsveita með fólki og drónum til að meta mögulega hættu og tryggja öryggi og lokanir á umferð. Ekki sé ljóst hvert vatnið úr ánni leitar vegna stíflunnar. Enn hefur þó ekki verið lokað formlega fyrir umferð um svæðið eftir því sem Davíð Már kemst næst. Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar eru sagðir á leiðinni á staðinn en Davíð Már segir ekki hægt að útiloka frekari skriðuföll með fullri vissu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Hítará á leigu. Forsvarsmenn félagsins eru einnig á staðnum til að meta ástandið. Farvegur árinnar hefur þornað upp, um tíu kílómetra niður frá skriðunni. Almannavarnir Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Fulltrúar almannavarna meta nú aðstæður í Hítardal á Mýrum þar sem stór skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará snemma í morgun. Stórt lón hefur myndast í dalnum fyrir ofan stífluna. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða við að fá yfirsýn yfir svæðið með drónum og tryggja öryggi. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hlítardal, sagði Vísi í dag að stór öxl hafi fallið úr fjallinu í morgun. Skriða sé einhverra tuga metra há og að minnsta kosti fimmhundruð metra löng. Hún hafi algerlega stíflað farveg Hítarár. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kannar lögregla og fulltrúi aðgerðastjórnar björgunarsveita á svæðinu aðstæður. Um hálf tvö leytið var óskað eftir aðstoð björgunarsveita með fólki og drónum til að meta mögulega hættu og tryggja öryggi og lokanir á umferð. Ekki sé ljóst hvert vatnið úr ánni leitar vegna stíflunnar. Enn hefur þó ekki verið lokað formlega fyrir umferð um svæðið eftir því sem Davíð Már kemst næst. Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar eru sagðir á leiðinni á staðinn en Davíð Már segir ekki hægt að útiloka frekari skriðuföll með fullri vissu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Hítará á leigu. Forsvarsmenn félagsins eru einnig á staðnum til að meta ástandið. Farvegur árinnar hefur þornað upp, um tíu kílómetra niður frá skriðunni.
Almannavarnir Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32