Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga 28. apríl 2018 10:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent