Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga 28. apríl 2018 10:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira