Ert þú klár í fyrsta leik Íslands á HM? Sylvía Hall skrifar 15. júní 2018 23:33 Frá EM-torginu á Ingólfstorgi árið 2016. Áfram verður hægt að sjá leikina á Ingólfstorgi en aðalsvæðið í miðbænum verður í Hljómskálagarðinum, þar sem leikurinn verður sýndur á 40 fermetra skjá. Vísir/Eyþór Á morgun er komið að fyrsta leik landsliðsins á heimsmeistaramótinu í fótbolta og það fer ekki fram hjá neinum að HM er í gangi þessa dagana. Víðast hvar má finna hin ýmsu HM tilboð á matvöru og öðrum varningi og mikil dagskrá er í kringum leikinn á morgun um land allt. Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir Íslendinga kaupa meira í kringum stórmótið og aðrar vörur en vanalega. Mikið er selt af grillmat og greinilegt að margir Íslendingar ætli að bjóða í grill í kringum leiki landsliðsins, og stendur þeim allra hörðustu til boða að kaupa HÚH-hamborga á grillið.Hvar er hægt að horfa á leikinn? Leikurinn verður sýndur víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og land allt á morgun, en í Hljómskálagarðinum er hægt að horfa á leikinn á 40 fermetra risaskjá og verður ýmislegt annað í boði, til að mynda hoppukastali, leiktæki og veitingasala. Svæðið opnar klukkan 11 í fyrramálið og má búast við miklum fjölda að fylgjast með leiknum. Einnig verður leikurinn sýndur á Ingólfstorgi líkt og síðustu ár sem og á risaskjá í Hjartagarðinum. Fyrir þá sem kjósa frekar að halda sig innandyra verður hægt að horfa á leikinn í Bíó Paradís og er frítt inn. Í Vesturbænum verður hægt að sjá leikinn á sundlaugartúninu við Vesturbæjarlaug, Kópavogsbúar geta horft á leikinn á Rútstúni og í Garðabæ verður leikurinn sýndur á Garðatorgi. Í Hafnarfirði verður bein útsending frá Thorsplani þar sem hægt verður að kaupa HM vörur í fánalitum og matur og drykkur verður á HM tilboði. Strandgötu verður breytt í göngugötu fyrir og eftir leik og því eru bæjarbúar hvattir til að nýta sér aðra fararskjóta en bíl. Á Akureyri verður settur upp 15 fermetra risaskjár í Listagilinu og í Vestmannaeyjum verður hægt að sjá íslenska liðið mæta Argentínu á risaskjá á Stakkagerðistúni. Hvernig er best að koma sér á staðinn? Búast má við því að mikill fjöldi fólks muni koma saman á opinberum stöðum til þess að fylgjast með leiknum og því ágætt að leggja tímanlega af stað eða nýta sér almenningssamgöngur. Össur Pétur Valdimarsson glaðbeittur í vinnunni.Fréttablaðið/ernirÞeir allra heppnustu gætu endað í vagninum hjá Össuri Pétri Valdimarssyni, vagnstjóra, sem hefur skreytt vagninn sinn hátt og lágt fyrir heimsmeistaramótið með fánum og öðru í þeim litum. Sjálfur er hann klæddur fánalitunum og mun stoltur styðja liðið okkar yfir heimsmeistaramótið og því kjörið að taka strætó í von um að hitta á hann. Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Á morgun er komið að fyrsta leik landsliðsins á heimsmeistaramótinu í fótbolta og það fer ekki fram hjá neinum að HM er í gangi þessa dagana. Víðast hvar má finna hin ýmsu HM tilboð á matvöru og öðrum varningi og mikil dagskrá er í kringum leikinn á morgun um land allt. Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir Íslendinga kaupa meira í kringum stórmótið og aðrar vörur en vanalega. Mikið er selt af grillmat og greinilegt að margir Íslendingar ætli að bjóða í grill í kringum leiki landsliðsins, og stendur þeim allra hörðustu til boða að kaupa HÚH-hamborga á grillið.Hvar er hægt að horfa á leikinn? Leikurinn verður sýndur víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og land allt á morgun, en í Hljómskálagarðinum er hægt að horfa á leikinn á 40 fermetra risaskjá og verður ýmislegt annað í boði, til að mynda hoppukastali, leiktæki og veitingasala. Svæðið opnar klukkan 11 í fyrramálið og má búast við miklum fjölda að fylgjast með leiknum. Einnig verður leikurinn sýndur á Ingólfstorgi líkt og síðustu ár sem og á risaskjá í Hjartagarðinum. Fyrir þá sem kjósa frekar að halda sig innandyra verður hægt að horfa á leikinn í Bíó Paradís og er frítt inn. Í Vesturbænum verður hægt að sjá leikinn á sundlaugartúninu við Vesturbæjarlaug, Kópavogsbúar geta horft á leikinn á Rútstúni og í Garðabæ verður leikurinn sýndur á Garðatorgi. Í Hafnarfirði verður bein útsending frá Thorsplani þar sem hægt verður að kaupa HM vörur í fánalitum og matur og drykkur verður á HM tilboði. Strandgötu verður breytt í göngugötu fyrir og eftir leik og því eru bæjarbúar hvattir til að nýta sér aðra fararskjóta en bíl. Á Akureyri verður settur upp 15 fermetra risaskjár í Listagilinu og í Vestmannaeyjum verður hægt að sjá íslenska liðið mæta Argentínu á risaskjá á Stakkagerðistúni. Hvernig er best að koma sér á staðinn? Búast má við því að mikill fjöldi fólks muni koma saman á opinberum stöðum til þess að fylgjast með leiknum og því ágætt að leggja tímanlega af stað eða nýta sér almenningssamgöngur. Össur Pétur Valdimarsson glaðbeittur í vinnunni.Fréttablaðið/ernirÞeir allra heppnustu gætu endað í vagninum hjá Össuri Pétri Valdimarssyni, vagnstjóra, sem hefur skreytt vagninn sinn hátt og lágt fyrir heimsmeistaramótið með fánum og öðru í þeim litum. Sjálfur er hann klæddur fánalitunum og mun stoltur styðja liðið okkar yfir heimsmeistaramótið og því kjörið að taka strætó í von um að hitta á hann.
Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45