Forsætisráðherra segir þingmann Miðflokks fara með þvætting Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. Vísir/Hanna Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira