Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. apríl 2018 20:00 Meintur þolandi í máli starfsmanns Barnaverndar segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig en að það hafi verið í hvert skipti sem þeir hittust. Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur hefur setið í gæsluvarðandi frá því í janúar grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Talið er að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem stuðningsfulltrúi til þess að nálgast börnin en ekkert þeirra var vistað á heimili barnaverndar þar sem maðurinn starfaði. Frá því málið var kært í ágúst í fyrra komu í ljós ýmsar brotalamir í verkferlum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur en tilkynningum í málinu var illa eða ekki sinnt. Bæði lögregla og barnavernd hafa viðurkennt mistök og steig Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn til hliðar sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá hefur Halldóra D. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur sagt starfi sínu lausu. „Frá upphafi, þegar ég kom að þessu máli, þá var alveg ljóst að kerfið hefur brugðist. Það brást þeim sem þurftu mest á því að halda,“ segir Sævar Þór Jónsson, verjandi þolanda í málinu. Einn meintra þolenda mannsins segist nú í fyrsta skipti trúa því að ná fram réttlæti í málinu þar sem ákæra verður gefin út. „Ég var ekkert einu sinni viss um að þetta færi svona langt fyrst þegar ég fór til hans. En núna í dag er ég frekar viss um að við náum jafnvel að klára þetta,“ segir maðurinn. Nokkrir af meintum þolendum mannsins voru aftur boðaðir til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í síðustu viku vegna nýrra upplýsinga. Einn þeirra segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en við fermingu að maðurinn hafði verið búinn að brjóta á sér í mörg ár. „Hann keypti mann alltaf. Leyfði manni að fara í tölvuna, vaka fram eftir, gaf manni pening. Ég fattaði það ekki fyrr en ég var að fermast að allt það sem hann gerði var í raun og veru rangt. Þá fyrst byrjaði mér að líða virkilega illa út af þessu.“Gerir þú þér grein fyrir hvað þetta gerðist oft?„Ég hef ekki hugmynd, þetta var allt of oft. Ég hef ekki tölu á því, ég get ekki einu sinni rifjað upp öll skiptin. Þetta var nánast í hvert einasta skipti sem ég kom til hans.“ Sævar segir að skaðabótaábyrgð snúa alfarið að Barnavernd Reykjavíkurborgar en ekki lögreglu vegna þeirra mistaka sem voru gerð við meðhöndlun eins málanna sem tilkynnt var 2008. Ekki var unnið úr þeirri tilkynningu en brot mannsins gegn skjólstæðingi Sævars stóðu yfir á árunum 2004-2010. Ef mark hefði verið tekið á tilkynningunni 2008 hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Meintur þolandi í máli starfsmanns Barnaverndar segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig en að það hafi verið í hvert skipti sem þeir hittust. Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur hefur setið í gæsluvarðandi frá því í janúar grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Talið er að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem stuðningsfulltrúi til þess að nálgast börnin en ekkert þeirra var vistað á heimili barnaverndar þar sem maðurinn starfaði. Frá því málið var kært í ágúst í fyrra komu í ljós ýmsar brotalamir í verkferlum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur en tilkynningum í málinu var illa eða ekki sinnt. Bæði lögregla og barnavernd hafa viðurkennt mistök og steig Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn til hliðar sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá hefur Halldóra D. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur sagt starfi sínu lausu. „Frá upphafi, þegar ég kom að þessu máli, þá var alveg ljóst að kerfið hefur brugðist. Það brást þeim sem þurftu mest á því að halda,“ segir Sævar Þór Jónsson, verjandi þolanda í málinu. Einn meintra þolenda mannsins segist nú í fyrsta skipti trúa því að ná fram réttlæti í málinu þar sem ákæra verður gefin út. „Ég var ekkert einu sinni viss um að þetta færi svona langt fyrst þegar ég fór til hans. En núna í dag er ég frekar viss um að við náum jafnvel að klára þetta,“ segir maðurinn. Nokkrir af meintum þolendum mannsins voru aftur boðaðir til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í síðustu viku vegna nýrra upplýsinga. Einn þeirra segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en við fermingu að maðurinn hafði verið búinn að brjóta á sér í mörg ár. „Hann keypti mann alltaf. Leyfði manni að fara í tölvuna, vaka fram eftir, gaf manni pening. Ég fattaði það ekki fyrr en ég var að fermast að allt það sem hann gerði var í raun og veru rangt. Þá fyrst byrjaði mér að líða virkilega illa út af þessu.“Gerir þú þér grein fyrir hvað þetta gerðist oft?„Ég hef ekki hugmynd, þetta var allt of oft. Ég hef ekki tölu á því, ég get ekki einu sinni rifjað upp öll skiptin. Þetta var nánast í hvert einasta skipti sem ég kom til hans.“ Sævar segir að skaðabótaábyrgð snúa alfarið að Barnavernd Reykjavíkurborgar en ekki lögreglu vegna þeirra mistaka sem voru gerð við meðhöndlun eins málanna sem tilkynnt var 2008. Ekki var unnið úr þeirri tilkynningu en brot mannsins gegn skjólstæðingi Sævars stóðu yfir á árunum 2004-2010. Ef mark hefði verið tekið á tilkynningunni 2008 hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira