Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. apríl 2018 20:00 Meintur þolandi í máli starfsmanns Barnaverndar segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig en að það hafi verið í hvert skipti sem þeir hittust. Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur hefur setið í gæsluvarðandi frá því í janúar grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Talið er að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem stuðningsfulltrúi til þess að nálgast börnin en ekkert þeirra var vistað á heimili barnaverndar þar sem maðurinn starfaði. Frá því málið var kært í ágúst í fyrra komu í ljós ýmsar brotalamir í verkferlum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur en tilkynningum í málinu var illa eða ekki sinnt. Bæði lögregla og barnavernd hafa viðurkennt mistök og steig Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn til hliðar sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá hefur Halldóra D. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur sagt starfi sínu lausu. „Frá upphafi, þegar ég kom að þessu máli, þá var alveg ljóst að kerfið hefur brugðist. Það brást þeim sem þurftu mest á því að halda,“ segir Sævar Þór Jónsson, verjandi þolanda í málinu. Einn meintra þolenda mannsins segist nú í fyrsta skipti trúa því að ná fram réttlæti í málinu þar sem ákæra verður gefin út. „Ég var ekkert einu sinni viss um að þetta færi svona langt fyrst þegar ég fór til hans. En núna í dag er ég frekar viss um að við náum jafnvel að klára þetta,“ segir maðurinn. Nokkrir af meintum þolendum mannsins voru aftur boðaðir til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í síðustu viku vegna nýrra upplýsinga. Einn þeirra segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en við fermingu að maðurinn hafði verið búinn að brjóta á sér í mörg ár. „Hann keypti mann alltaf. Leyfði manni að fara í tölvuna, vaka fram eftir, gaf manni pening. Ég fattaði það ekki fyrr en ég var að fermast að allt það sem hann gerði var í raun og veru rangt. Þá fyrst byrjaði mér að líða virkilega illa út af þessu.“Gerir þú þér grein fyrir hvað þetta gerðist oft?„Ég hef ekki hugmynd, þetta var allt of oft. Ég hef ekki tölu á því, ég get ekki einu sinni rifjað upp öll skiptin. Þetta var nánast í hvert einasta skipti sem ég kom til hans.“ Sævar segir að skaðabótaábyrgð snúa alfarið að Barnavernd Reykjavíkurborgar en ekki lögreglu vegna þeirra mistaka sem voru gerð við meðhöndlun eins málanna sem tilkynnt var 2008. Ekki var unnið úr þeirri tilkynningu en brot mannsins gegn skjólstæðingi Sævars stóðu yfir á árunum 2004-2010. Ef mark hefði verið tekið á tilkynningunni 2008 hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Meintur þolandi í máli starfsmanns Barnaverndar segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig en að það hafi verið í hvert skipti sem þeir hittust. Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur hefur setið í gæsluvarðandi frá því í janúar grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Talið er að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem stuðningsfulltrúi til þess að nálgast börnin en ekkert þeirra var vistað á heimili barnaverndar þar sem maðurinn starfaði. Frá því málið var kært í ágúst í fyrra komu í ljós ýmsar brotalamir í verkferlum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur en tilkynningum í málinu var illa eða ekki sinnt. Bæði lögregla og barnavernd hafa viðurkennt mistök og steig Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn til hliðar sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá hefur Halldóra D. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur sagt starfi sínu lausu. „Frá upphafi, þegar ég kom að þessu máli, þá var alveg ljóst að kerfið hefur brugðist. Það brást þeim sem þurftu mest á því að halda,“ segir Sævar Þór Jónsson, verjandi þolanda í málinu. Einn meintra þolenda mannsins segist nú í fyrsta skipti trúa því að ná fram réttlæti í málinu þar sem ákæra verður gefin út. „Ég var ekkert einu sinni viss um að þetta færi svona langt fyrst þegar ég fór til hans. En núna í dag er ég frekar viss um að við náum jafnvel að klára þetta,“ segir maðurinn. Nokkrir af meintum þolendum mannsins voru aftur boðaðir til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í síðustu viku vegna nýrra upplýsinga. Einn þeirra segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en við fermingu að maðurinn hafði verið búinn að brjóta á sér í mörg ár. „Hann keypti mann alltaf. Leyfði manni að fara í tölvuna, vaka fram eftir, gaf manni pening. Ég fattaði það ekki fyrr en ég var að fermast að allt það sem hann gerði var í raun og veru rangt. Þá fyrst byrjaði mér að líða virkilega illa út af þessu.“Gerir þú þér grein fyrir hvað þetta gerðist oft?„Ég hef ekki hugmynd, þetta var allt of oft. Ég hef ekki tölu á því, ég get ekki einu sinni rifjað upp öll skiptin. Þetta var nánast í hvert einasta skipti sem ég kom til hans.“ Sævar segir að skaðabótaábyrgð snúa alfarið að Barnavernd Reykjavíkurborgar en ekki lögreglu vegna þeirra mistaka sem voru gerð við meðhöndlun eins málanna sem tilkynnt var 2008. Ekki var unnið úr þeirri tilkynningu en brot mannsins gegn skjólstæðingi Sævars stóðu yfir á árunum 2004-2010. Ef mark hefði verið tekið á tilkynningunni 2008 hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira