Íbúarnir andmæla byggingu íbúða á Stýrimannareitnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. maí 2018 08:00 Sameinumst í því að láta ekki þetta síðasta græna útivistarsvæði hverfisins, sleðabrekku, útsýnisundur og sameiningarstað hverfisbúa fara undir malbik, segir í fundarboði fyrir íbúafundinn sem fór fram í gær. Vísir/ernir Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15