Íslenskur læknanemi gerir það gott sem plötusnúður í Slóvakíu: „Er að rokka David Guetta greiðsluna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2018 11:15 Victor Guðmundsson er í læknanámi í Marin í Slóvakíu. Hér má sjá hann koma fram á einum stærsta skemmtistað í Slóvakíu. „Ég byrjaði að spila hér úti í Slóvakíu árið 2015, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir tónlist síðan ég var ungur. Ég æfði á píanó í 10 ár og kláraði burtfarapróf frá Tónlistarskóla Kópavogs þegar ég var tvítugur og fór svo að vinna í minni eigin tónlist eftir það,“ segir Victor Guðmundsson sem er í læknisfræði í Martin í Slóvakíu. Hann er að klára fjórða árið og mun útskrifast 2020. Victor er aftur á móti að gera það gott sem plötusnúður í Slóvakíu og kallar sig Doctor Victor. „Þetta hefur þróast mjög hratt síðan ég byrjaði fyrir rúmum þremur árum, en eftir mitt fyrsta gigg hér í Slóvakíu fór ég að spila reglulega og svo byrjaði boltinn að rúlla. Út frá því hef ég fengið ýmis gigg meðal annars í Ísrael, Noregi og Ungverjalandi.“ Victor segist koma fram sirka á mánaðar fresti. „Það fer svolítið eftir því hversu mikið er að gera í skólanum. Ég hef þó minnkað það aðeins undanfarið til þess að fókusa meira á mína eigin tónlist, en ég er að fara að gefa út ný lög fljótlega.“Victor klárar læknisfræðina árið 2020.Hingað til hefur það gengið vel að sameina læknisfræðina og tónlistina. „En ég er duglegur að nýta frítímann í að sinna tónlistinni. Þetta er í rauninni bara spurning um að finna það sem maður hefur áhuga á, setja sér markmið og vinna í því alla daga - sem í mínu tilfelli er læknisfræðin og tónlistin.“ Victor segist ætla halda áfram sínu striki, klára námið og vinna áfram í tónlistinni. „En ég er að rokka gömlu góðu David Guetta greiðsluna þannig að það er aldrei að vita hvar þetta endar,“ segir Victor léttur en hann kom fram á Íslandi í fyrsta sinn í fyrra. „Þá spilaði ég á Þjóðhátíð með strákunum hjá RVK Events. Það var gríðarlega skemmtilegt en ég hef farið nánast árlega á Þjóðhátíð síðan ég var í menntaskóla. Annars er ég mjög ánægður með íslensku tónlistarsenuna og það eru flottir hlutir í gangi, þannig að ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum og opinn fyrir því að spila meira heima.“ Hér að neðan má kynna sér Doctor Victor á samfélagsmiðlum:www.facebook.com/doctorvictorsound/www.instagram.com/doctorvictorsound/Hér að neðan má sjá myndband þegar Victor kom fram á einum stærsta skemmtistaðnum í Slóvakíu en hann heitir Ministry Of Fun. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Ég byrjaði að spila hér úti í Slóvakíu árið 2015, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir tónlist síðan ég var ungur. Ég æfði á píanó í 10 ár og kláraði burtfarapróf frá Tónlistarskóla Kópavogs þegar ég var tvítugur og fór svo að vinna í minni eigin tónlist eftir það,“ segir Victor Guðmundsson sem er í læknisfræði í Martin í Slóvakíu. Hann er að klára fjórða árið og mun útskrifast 2020. Victor er aftur á móti að gera það gott sem plötusnúður í Slóvakíu og kallar sig Doctor Victor. „Þetta hefur þróast mjög hratt síðan ég byrjaði fyrir rúmum þremur árum, en eftir mitt fyrsta gigg hér í Slóvakíu fór ég að spila reglulega og svo byrjaði boltinn að rúlla. Út frá því hef ég fengið ýmis gigg meðal annars í Ísrael, Noregi og Ungverjalandi.“ Victor segist koma fram sirka á mánaðar fresti. „Það fer svolítið eftir því hversu mikið er að gera í skólanum. Ég hef þó minnkað það aðeins undanfarið til þess að fókusa meira á mína eigin tónlist, en ég er að fara að gefa út ný lög fljótlega.“Victor klárar læknisfræðina árið 2020.Hingað til hefur það gengið vel að sameina læknisfræðina og tónlistina. „En ég er duglegur að nýta frítímann í að sinna tónlistinni. Þetta er í rauninni bara spurning um að finna það sem maður hefur áhuga á, setja sér markmið og vinna í því alla daga - sem í mínu tilfelli er læknisfræðin og tónlistin.“ Victor segist ætla halda áfram sínu striki, klára námið og vinna áfram í tónlistinni. „En ég er að rokka gömlu góðu David Guetta greiðsluna þannig að það er aldrei að vita hvar þetta endar,“ segir Victor léttur en hann kom fram á Íslandi í fyrsta sinn í fyrra. „Þá spilaði ég á Þjóðhátíð með strákunum hjá RVK Events. Það var gríðarlega skemmtilegt en ég hef farið nánast árlega á Þjóðhátíð síðan ég var í menntaskóla. Annars er ég mjög ánægður með íslensku tónlistarsenuna og það eru flottir hlutir í gangi, þannig að ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum og opinn fyrir því að spila meira heima.“ Hér að neðan má kynna sér Doctor Victor á samfélagsmiðlum:www.facebook.com/doctorvictorsound/www.instagram.com/doctorvictorsound/Hér að neðan má sjá myndband þegar Victor kom fram á einum stærsta skemmtistaðnum í Slóvakíu en hann heitir Ministry Of Fun.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira