„Myndi ekki taka Benzema og Bale fram yfir Firmino og Mane“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. maí 2018 16:30 Hin heilaga þrenning, eins og þessir þrír hafa stundum verið nefndir vísir/getty Ein af fyrrum stórstjörnum Liverpool, Phil Thompson, segir sóknarþrenningu Liverpool vera betri og hættulegri heldur en sóknarafl Real Madrid. Liverpool hefur skorað 40 mörk á leið sinni í úrslitaleikinn í Meisteradeildinni í Kænugarði. Mohamed Salah á 10 mörk líkt og Roberto Firmino og síðasti hluti þrenningarinnar, Sadio Mane, hefur skorað níu mörk. Cristiano Ronaldo er með betri markatölu en þeir allir, hann er með 15 mörk. Meðspilarar hans eru þó ekki eins öflugir, Karim Benzema er með fjögur mörk og Gareth Bale aðeins eitt. „Við erum almennt hraðari og hlaupin oftar gáfulegari. Sem þríeyki eru Firmino, Salah og Mane betri en fremstu þrír hjá Real Madrid,“ sagði Thompson við Sky Sports. „Ég tæki Firmino fram yfir Benzema allan daginn. Bale hefur verið óstöðugur og farið inn og út úr liðinu allt tímabilið. Sá eini sem hefur verið stöðugur er Ronaldo, svo já ég tæki okkar sóknarþrenningu fram yfir þeirra.“ Liverpool mætir Real Madrid annað kvöld og reynir að koma í veg fyrir að Real fagni sigri í Meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Baráttan á miðsvæðinu verður lykilatriði. Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos eru tæknilega allir mjög góðir en þeir eru ekki með sömu orku og James Milner, Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum.“ „Það er algjört lykilatriði að verja fjærstöngina. Ronaldo og Bale sækja oft þar á og reyna að koma fyrir aftan bakverðina,“ sagði Phil Thompson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Ein af fyrrum stórstjörnum Liverpool, Phil Thompson, segir sóknarþrenningu Liverpool vera betri og hættulegri heldur en sóknarafl Real Madrid. Liverpool hefur skorað 40 mörk á leið sinni í úrslitaleikinn í Meisteradeildinni í Kænugarði. Mohamed Salah á 10 mörk líkt og Roberto Firmino og síðasti hluti þrenningarinnar, Sadio Mane, hefur skorað níu mörk. Cristiano Ronaldo er með betri markatölu en þeir allir, hann er með 15 mörk. Meðspilarar hans eru þó ekki eins öflugir, Karim Benzema er með fjögur mörk og Gareth Bale aðeins eitt. „Við erum almennt hraðari og hlaupin oftar gáfulegari. Sem þríeyki eru Firmino, Salah og Mane betri en fremstu þrír hjá Real Madrid,“ sagði Thompson við Sky Sports. „Ég tæki Firmino fram yfir Benzema allan daginn. Bale hefur verið óstöðugur og farið inn og út úr liðinu allt tímabilið. Sá eini sem hefur verið stöðugur er Ronaldo, svo já ég tæki okkar sóknarþrenningu fram yfir þeirra.“ Liverpool mætir Real Madrid annað kvöld og reynir að koma í veg fyrir að Real fagni sigri í Meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Baráttan á miðsvæðinu verður lykilatriði. Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos eru tæknilega allir mjög góðir en þeir eru ekki með sömu orku og James Milner, Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum.“ „Það er algjört lykilatriði að verja fjærstöngina. Ronaldo og Bale sækja oft þar á og reyna að koma fyrir aftan bakverðina,“ sagði Phil Thompson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira