Frávísun Persónuverndar ekki í samræmi við lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2018 14:16 Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm Frávísun Persónuverndar á máli móður sem kvartaði til stofnunarinnar vegna myndbirtingar barnsföður hennar af dóttur þeirra á Facebook-síðu hans var ekki í samræmi við lög. Þetta er álit umboðsmanns Alþingis sem birt var á vef hans í dag. Þar kemur fram að myndbirting föðurins af dótturinni hafi verið gegn vilja dótturinnar en frávísun Persónuverndar var byggð á þeirri forsendu að nauðsynlegt væri að kvörtunin kæmi frá stúlkunni sjálfri en ekki móður hennar. Stúlkan var fjórtán ára gömul þegar kvörtunin barst Persónuvernd. Taldi umboðsmaður að með hliðsjón af eðli málsins og aldri stúlkunnar að frávísun Persónuverndar án þess að leitast væri við að fá fram afstöðu dótturinnar sjálfrar til málsins „hefði verið í andstöðu við ákvæði barnalaga og samnings Sameinuðu þjóðanna, sem fjalla um rétt barns til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif, og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.“ Af þessum sökum hefði frávísun málsins ekki verið í samræmi við lög. Eftir að kvörtun móðurinnar var vísað frá lagði dóttirin sjálf fram kvörtun í eigin nafni. Tók Persónuvernd þá kvörtun til meðferðar. Svo segir í áliti umboðsmanns: „Umboðsmaður tók fram að kvörtun A varðaði myndbirtingu af dóttur hennar og lyti því að sérstökum lögvörðum hagsmunum dótturinnar. Dóttirin hefði því haft stöðu aðila máls í því tilviki sem um ræddi þó svo að kvörtunin hefði verið borin fram af A sem forsjárforeldri og fyrirsvarsmanni dótturinnar. Það að mál barns eða ungmennis væri komið til kasta stjórnvalds fyrir frumkvæði forsjáraðila þess sem færi þá með aðilafyrirsvar við meðferð málsins kæmi ekki í veg fyrir að leitað væri eftir afstöðu viðkomandi barns eða ungmennis. Þvert á móti leiddi af lögum að stjórnvaldið þyrfti sjálft að hafa frumkvæði að því að leita eftir viðhorfi þess til málsins lægi það ekki þegar fyrir með óyggjandi hætti í gögnum málsins. Eftir að kvörtun A var vísað frá lagði dóttir hennar fram kvörtun í eigin nafni. Umboðsmaður taldi að frávísun á máli A, þar sem alveg sömu efnisatriði voru til umfjöllunar, án þess að þau hlytu þar efnislega umfjöllun hefði orðið til þess að málið hefði tekið lengri tíma en það ella hefði þurft að gera. Það taldi hann aðfinnsluvert með málshraðareglu stjórnsýslulaga í huga. Að öllu framanröktu virtu taldi umboðsmaður að frávísun Persónuvernd á kvörtun A á þeirri forsendu að nauðsynlegt væri að kvörtunin kæmi fram frá dóttur hennar hefði ekki verið í samræmi við lög. Hann beindi þeim tilmælum til Persónuverndar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.“ Nánar má lesa um málið hér og hér. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Frávísun Persónuverndar á máli móður sem kvartaði til stofnunarinnar vegna myndbirtingar barnsföður hennar af dóttur þeirra á Facebook-síðu hans var ekki í samræmi við lög. Þetta er álit umboðsmanns Alþingis sem birt var á vef hans í dag. Þar kemur fram að myndbirting föðurins af dótturinni hafi verið gegn vilja dótturinnar en frávísun Persónuverndar var byggð á þeirri forsendu að nauðsynlegt væri að kvörtunin kæmi frá stúlkunni sjálfri en ekki móður hennar. Stúlkan var fjórtán ára gömul þegar kvörtunin barst Persónuvernd. Taldi umboðsmaður að með hliðsjón af eðli málsins og aldri stúlkunnar að frávísun Persónuverndar án þess að leitast væri við að fá fram afstöðu dótturinnar sjálfrar til málsins „hefði verið í andstöðu við ákvæði barnalaga og samnings Sameinuðu þjóðanna, sem fjalla um rétt barns til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif, og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.“ Af þessum sökum hefði frávísun málsins ekki verið í samræmi við lög. Eftir að kvörtun móðurinnar var vísað frá lagði dóttirin sjálf fram kvörtun í eigin nafni. Tók Persónuvernd þá kvörtun til meðferðar. Svo segir í áliti umboðsmanns: „Umboðsmaður tók fram að kvörtun A varðaði myndbirtingu af dóttur hennar og lyti því að sérstökum lögvörðum hagsmunum dótturinnar. Dóttirin hefði því haft stöðu aðila máls í því tilviki sem um ræddi þó svo að kvörtunin hefði verið borin fram af A sem forsjárforeldri og fyrirsvarsmanni dótturinnar. Það að mál barns eða ungmennis væri komið til kasta stjórnvalds fyrir frumkvæði forsjáraðila þess sem færi þá með aðilafyrirsvar við meðferð málsins kæmi ekki í veg fyrir að leitað væri eftir afstöðu viðkomandi barns eða ungmennis. Þvert á móti leiddi af lögum að stjórnvaldið þyrfti sjálft að hafa frumkvæði að því að leita eftir viðhorfi þess til málsins lægi það ekki þegar fyrir með óyggjandi hætti í gögnum málsins. Eftir að kvörtun A var vísað frá lagði dóttir hennar fram kvörtun í eigin nafni. Umboðsmaður taldi að frávísun á máli A, þar sem alveg sömu efnisatriði voru til umfjöllunar, án þess að þau hlytu þar efnislega umfjöllun hefði orðið til þess að málið hefði tekið lengri tíma en það ella hefði þurft að gera. Það taldi hann aðfinnsluvert með málshraðareglu stjórnsýslulaga í huga. Að öllu framanröktu virtu taldi umboðsmaður að frávísun Persónuvernd á kvörtun A á þeirri forsendu að nauðsynlegt væri að kvörtunin kæmi fram frá dóttur hennar hefði ekki verið í samræmi við lög. Hann beindi þeim tilmælum til Persónuverndar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.“ Nánar má lesa um málið hér og hér.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira