Frelsisflokkurinn gegn alþjóðavæðingu, fjölmenningarstefnu og mosku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2018 17:59 Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur. Kosningar 2018 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur.
Kosningar 2018 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira