Frelsisflokkurinn gegn alþjóðavæðingu, fjölmenningarstefnu og mosku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2018 17:59 Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur. Kosningar 2018 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur.
Kosningar 2018 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira