Embættismenn skili hagsmunaskráningu í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 21:00 Ólíkar reglur gilda milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna. Hagsmunaskráningarkerfi hins opinbera er til endurskoðunar og til greina kemur að setja ný lög um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Borgarráð samþykkti í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að háttsettum embættismönnum verði gert að skila hagsmunaskráningu líkt og kjörnum fulltrúum ber að gera. Enn eftir á að útfæra hvernig þeirri skráningu verður háttað. „Næst þarf því að skilgreina hvaða embættismenn Reykjavíkurborgar falla þar undir, hvaða upplýsingar skuli veita og eftir atvikum birta opinberlega, hver skuli halda utan um upplýsingarnar og að öðru leyti um það hversu langt slíkar reglur eiga að ná,“ segir meðal annars í sameiginlegri bókun borgarráðs um tillöguna. Allur gangur er á því hvaða reglur gilda um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna hjá ríki og sveitarfélögum. Sveitarfélög setja sér sjálf slíkar reglur en þegar litið er til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gilda í þeim flestum einhvers konar reglur um hagsmunaskráningu eða upplýsingaskyldu kjörinna fulltrúa og starfsmanna, sem þó liggja misjafnlega skýrt fyrir. Í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ er hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa birt opinberlega en í öðrum ekki. Siðareglur um mótttöku gjafa ná í flestum tilfellum aðeins til þess þegar um einhvers konar viðskiptatengsl er að ræða eða þegar hægt er að túlka gjöf sem greiðslu eða greiða. Gjarnan er í reglum kveðið á um upplýsingaskyldu vegna gjafa til starfsfólks eða kjörinna fulltrúa. Í framhaldi fimmtu úttekt GRECO, samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, var komið á hagsmunaskráningu fyrir ráðuneytisstjóra og aðstoðarmenn ráðherra. Starfshópur forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum hefur einnig mælt með því að settar verði skýrar og samræmdar reglur um hagsmunaskráningu ráðherra og eru þær tillögur nú til skoðunar í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vinnsla frumvarps um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins komi til greina eða að gerðar verði breytingar á siðareglum ráðherra og starfsmanna Stjórnarráðsins. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Ólíkar reglur gilda milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna. Hagsmunaskráningarkerfi hins opinbera er til endurskoðunar og til greina kemur að setja ný lög um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Borgarráð samþykkti í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að háttsettum embættismönnum verði gert að skila hagsmunaskráningu líkt og kjörnum fulltrúum ber að gera. Enn eftir á að útfæra hvernig þeirri skráningu verður háttað. „Næst þarf því að skilgreina hvaða embættismenn Reykjavíkurborgar falla þar undir, hvaða upplýsingar skuli veita og eftir atvikum birta opinberlega, hver skuli halda utan um upplýsingarnar og að öðru leyti um það hversu langt slíkar reglur eiga að ná,“ segir meðal annars í sameiginlegri bókun borgarráðs um tillöguna. Allur gangur er á því hvaða reglur gilda um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna hjá ríki og sveitarfélögum. Sveitarfélög setja sér sjálf slíkar reglur en þegar litið er til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gilda í þeim flestum einhvers konar reglur um hagsmunaskráningu eða upplýsingaskyldu kjörinna fulltrúa og starfsmanna, sem þó liggja misjafnlega skýrt fyrir. Í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ er hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa birt opinberlega en í öðrum ekki. Siðareglur um mótttöku gjafa ná í flestum tilfellum aðeins til þess þegar um einhvers konar viðskiptatengsl er að ræða eða þegar hægt er að túlka gjöf sem greiðslu eða greiða. Gjarnan er í reglum kveðið á um upplýsingaskyldu vegna gjafa til starfsfólks eða kjörinna fulltrúa. Í framhaldi fimmtu úttekt GRECO, samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, var komið á hagsmunaskráningu fyrir ráðuneytisstjóra og aðstoðarmenn ráðherra. Starfshópur forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum hefur einnig mælt með því að settar verði skýrar og samræmdar reglur um hagsmunaskráningu ráðherra og eru þær tillögur nú til skoðunar í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vinnsla frumvarps um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins komi til greina eða að gerðar verði breytingar á siðareglum ráðherra og starfsmanna Stjórnarráðsins.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira