Embættismenn skili hagsmunaskráningu í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 21:00 Ólíkar reglur gilda milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna. Hagsmunaskráningarkerfi hins opinbera er til endurskoðunar og til greina kemur að setja ný lög um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Borgarráð samþykkti í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að háttsettum embættismönnum verði gert að skila hagsmunaskráningu líkt og kjörnum fulltrúum ber að gera. Enn eftir á að útfæra hvernig þeirri skráningu verður háttað. „Næst þarf því að skilgreina hvaða embættismenn Reykjavíkurborgar falla þar undir, hvaða upplýsingar skuli veita og eftir atvikum birta opinberlega, hver skuli halda utan um upplýsingarnar og að öðru leyti um það hversu langt slíkar reglur eiga að ná,“ segir meðal annars í sameiginlegri bókun borgarráðs um tillöguna. Allur gangur er á því hvaða reglur gilda um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna hjá ríki og sveitarfélögum. Sveitarfélög setja sér sjálf slíkar reglur en þegar litið er til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gilda í þeim flestum einhvers konar reglur um hagsmunaskráningu eða upplýsingaskyldu kjörinna fulltrúa og starfsmanna, sem þó liggja misjafnlega skýrt fyrir. Í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ er hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa birt opinberlega en í öðrum ekki. Siðareglur um mótttöku gjafa ná í flestum tilfellum aðeins til þess þegar um einhvers konar viðskiptatengsl er að ræða eða þegar hægt er að túlka gjöf sem greiðslu eða greiða. Gjarnan er í reglum kveðið á um upplýsingaskyldu vegna gjafa til starfsfólks eða kjörinna fulltrúa. Í framhaldi fimmtu úttekt GRECO, samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, var komið á hagsmunaskráningu fyrir ráðuneytisstjóra og aðstoðarmenn ráðherra. Starfshópur forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum hefur einnig mælt með því að settar verði skýrar og samræmdar reglur um hagsmunaskráningu ráðherra og eru þær tillögur nú til skoðunar í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vinnsla frumvarps um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins komi til greina eða að gerðar verði breytingar á siðareglum ráðherra og starfsmanna Stjórnarráðsins. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ólíkar reglur gilda milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna. Hagsmunaskráningarkerfi hins opinbera er til endurskoðunar og til greina kemur að setja ný lög um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Borgarráð samþykkti í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að háttsettum embættismönnum verði gert að skila hagsmunaskráningu líkt og kjörnum fulltrúum ber að gera. Enn eftir á að útfæra hvernig þeirri skráningu verður háttað. „Næst þarf því að skilgreina hvaða embættismenn Reykjavíkurborgar falla þar undir, hvaða upplýsingar skuli veita og eftir atvikum birta opinberlega, hver skuli halda utan um upplýsingarnar og að öðru leyti um það hversu langt slíkar reglur eiga að ná,“ segir meðal annars í sameiginlegri bókun borgarráðs um tillöguna. Allur gangur er á því hvaða reglur gilda um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna hjá ríki og sveitarfélögum. Sveitarfélög setja sér sjálf slíkar reglur en þegar litið er til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gilda í þeim flestum einhvers konar reglur um hagsmunaskráningu eða upplýsingaskyldu kjörinna fulltrúa og starfsmanna, sem þó liggja misjafnlega skýrt fyrir. Í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ er hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa birt opinberlega en í öðrum ekki. Siðareglur um mótttöku gjafa ná í flestum tilfellum aðeins til þess þegar um einhvers konar viðskiptatengsl er að ræða eða þegar hægt er að túlka gjöf sem greiðslu eða greiða. Gjarnan er í reglum kveðið á um upplýsingaskyldu vegna gjafa til starfsfólks eða kjörinna fulltrúa. Í framhaldi fimmtu úttekt GRECO, samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, var komið á hagsmunaskráningu fyrir ráðuneytisstjóra og aðstoðarmenn ráðherra. Starfshópur forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum hefur einnig mælt með því að settar verði skýrar og samræmdar reglur um hagsmunaskráningu ráðherra og eru þær tillögur nú til skoðunar í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vinnsla frumvarps um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins komi til greina eða að gerðar verði breytingar á siðareglum ráðherra og starfsmanna Stjórnarráðsins.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira