Lætur ekkert stöðva sig Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 08:30 Christopher Koch segir að þegar öllu er á botninn hvolft getum við allt sem við viljum, með réttu hugarfari. Hress og hvetjandi maður hér á ferð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þegar Christopher Koch kom í heiminn ákvað fjölskylda hans strax í upphafi að meðhöndla fötlun hans ekki sem eitthvað neikvætt og falla í sorg. Þess í stað var hugarfar fjölskyldu hans þess eðlis að Chris yrði alinn upp líkt og um heilbrigðan einstakling væri að ræða, enda höfuðið í fullkomnu lagi. „Amma mín sagði strax í upphafi að faðir minn, Bruce, hafi í raun aldrei klárað neitt sem hann byrjaði á. Fremur svartur húmor en þetta viðhorf varð til þess að ég get í hreinskilni sagt að það var auðvelt að vaxa úr grasi án útlima. Fjölskylda mín, vinir og allir í bænum komu fram við mig líkt og aðra. Ég var settur í íþróttir og tók þátt líkt og önnur börn. Ég fæddist án handa og fóta og því verður ekki breytt, af hverju ekki að gera það besta úr því. Ég er heppinn að eiga góða fjölskyldu, við erum mjög náin,“ segir Chris í samtali við Fréttablaðið. Chris er fæddur og uppalinn í Kanada í litlu búskaparsamfélagi í Nanton, Alberta. Fjölskylda hans er með búskap og hjálpar hann þar til á milli þess að ferðast um heiminn þar sem hann heldur hvetjandi fyrirlestra. Hann lærði sögu og heimspeki í háskóla í Ottawa og hefur einnig unnið mikið með stríðshetjum sem hafa misst útlimi í Kanada, The War Amputations of Canada eða CHAMP. Chris lenti á Íslandi í gær en daginn áður var hann staddur í Indiana í Bandaríkjunum þar sem hann talaði fyrir fjölda manns og í nóvember mun hann ferðast til Kína. En hvers vegna Ísland? „Ég hef ferðast víða um heim með fyrirlestra mína og er heppinn að geta gert það. Það sem dró mig til Íslands er einfaldlega sú staðreynd að mig hefur alltaf langað til að koma hingað. Frænka mín og unnusti hennar komu hingað fyrir nokkru síðan og ég hef séð ýmis myndbönd af landinu,“ segir Chris sem er spenntur fyrir maraþoninu sem er hans sjötta um ævina.Að hika er sama og að tapa „Ég er líka að reyna að finna mér eitthvað krefjandi að gera í hversdagslífinu. Mér finnst tilgangur lífsins vera að hafa gaman og njóta þess að vera til. Ég er mun hræddari við það að finna fyrir eftirsjá heldur en hræðsluna sjálfa. Ég vil ekki hika eða reyna að tala mig út úr því að framkvæma hluti. Frekar vil ég gera eitthvað og mistakast heldur en að sleppa því. Það væri vond tilfinning að líta til baka og sjá eftir því að hafa ekki að minnsta kosti reynt.“ Fyrr í sumar fékk Chris þá hugmynd að ferðast frá heimili sínu í vestari hluta Kanada, Calgary, til austasta hluta Kanada, St. John’s á Nýfundnalandi, sem er um 6.338 km leið. Það eina sem hann tók með sér var hjólabrettið og bakpokinn og hann þurfti alfarið að stóla á ókunnuga til að hjálpa sér áleiðis. Þetta hlýtur að hafa verið heljarinnar ferðalag. Hvernig gekk að stóla á ókunnuga? „Þar sem ég trúi á það góða í fólki þá fór ég af stað í ferðalagið með miklar væntingar. Samt sem áður sló ferðin allar mínar væntingar út. Fólk er svo magnað. Ég fékk far og hjálp frá alls konar fólki. Aðrir skildu eftir falleg skilaboð á samfélagsmiðlum og fylgdust með för minni. Þetta var æðisleg ferð. Hefurðu sett þér markmið fyrir maraþonið? „Ég ætla að reyna að fara þetta á fjórum og hálfum tíma, en ef ég verð fimm og hálfan á leiðinni þá er það bara fínt. Ef ég slæ sjálfsmet þá er það frábært líka. Ég veit allavega að ég mun njóta mín, ansi snjöll leið til að kynnast borginni, að fara 42 kílómetra í kringum hana. Ég mun líklega verða lengur á leiðinni því ég verð líklega að líta svo mikið í kringum mig.“ Miðað við tímamarkmið Chris má ætla að hann fari á svipuðum hraða og heilbrigður maður. Chris fer maraþonið á hjólabretti. Hægra megin hefur Chris fót sem hefur þroskast að hluta sem hann notar til að ýta sér áfram á brettinu og notast hann við mokkasíu sem er með sérstökum botni. „Í brekkum er það mikil vinna en niður brekkur er það töluvert auðveldara,“ segir Chris og hlær. „Þetta er ansi góð líkamsrækt fyrir mig, hún er öðruvísi fyrir mig heldur hinn venjulega hlaupara. En ég er ekki að reyna að slá eitthvert hraðamet eða ná betri árangri en aðrir. Ég er bara að gera þetta fyrir sjálfan mig og ætla að njóta þess.“ Þú ert hvetjandi fyrir annað fólk, en hvað er það sem hvetur þig áfram? „Að hafa tækifæri til að ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk og að láta ekkert standa í vegi fyrir því. Ég hef hitt frábært fólk í gegnum tíðina og það sem heillar mig og veitir mér innblástur er gæska fólks. Ég vil láta gott af mér leiða og vera góður við aðra. Ég tek þátt í þessu maraþoni og ögra mér í leiðinni. Kannski er það eitthvað sem getur veitt öðrum í svipaðri stöðu eða með einhvers konar fötlun innblástur og hvatningu til að gera slíkt hið sama. Þegar öllu er á botninn hvolft þá getum við gert allt sem við viljum með réttu hugarfari.“ Stoppið á Íslandi verður svolítið stutt í þetta skipti en Chris heldur úr landi á mánudag. Hann ætlar þó að nýta sunnudaginn í það að ferðast aðeins um en stefnir á að koma aftur hingað fljótlega, náttúrunnar vegna en ekki síst til að hitta fólk. „Það er fólkið sem gerir áfangastaði áhugaverða. Gott fólk er gulls ígildi,“ segir Chris að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Þegar Christopher Koch kom í heiminn ákvað fjölskylda hans strax í upphafi að meðhöndla fötlun hans ekki sem eitthvað neikvætt og falla í sorg. Þess í stað var hugarfar fjölskyldu hans þess eðlis að Chris yrði alinn upp líkt og um heilbrigðan einstakling væri að ræða, enda höfuðið í fullkomnu lagi. „Amma mín sagði strax í upphafi að faðir minn, Bruce, hafi í raun aldrei klárað neitt sem hann byrjaði á. Fremur svartur húmor en þetta viðhorf varð til þess að ég get í hreinskilni sagt að það var auðvelt að vaxa úr grasi án útlima. Fjölskylda mín, vinir og allir í bænum komu fram við mig líkt og aðra. Ég var settur í íþróttir og tók þátt líkt og önnur börn. Ég fæddist án handa og fóta og því verður ekki breytt, af hverju ekki að gera það besta úr því. Ég er heppinn að eiga góða fjölskyldu, við erum mjög náin,“ segir Chris í samtali við Fréttablaðið. Chris er fæddur og uppalinn í Kanada í litlu búskaparsamfélagi í Nanton, Alberta. Fjölskylda hans er með búskap og hjálpar hann þar til á milli þess að ferðast um heiminn þar sem hann heldur hvetjandi fyrirlestra. Hann lærði sögu og heimspeki í háskóla í Ottawa og hefur einnig unnið mikið með stríðshetjum sem hafa misst útlimi í Kanada, The War Amputations of Canada eða CHAMP. Chris lenti á Íslandi í gær en daginn áður var hann staddur í Indiana í Bandaríkjunum þar sem hann talaði fyrir fjölda manns og í nóvember mun hann ferðast til Kína. En hvers vegna Ísland? „Ég hef ferðast víða um heim með fyrirlestra mína og er heppinn að geta gert það. Það sem dró mig til Íslands er einfaldlega sú staðreynd að mig hefur alltaf langað til að koma hingað. Frænka mín og unnusti hennar komu hingað fyrir nokkru síðan og ég hef séð ýmis myndbönd af landinu,“ segir Chris sem er spenntur fyrir maraþoninu sem er hans sjötta um ævina.Að hika er sama og að tapa „Ég er líka að reyna að finna mér eitthvað krefjandi að gera í hversdagslífinu. Mér finnst tilgangur lífsins vera að hafa gaman og njóta þess að vera til. Ég er mun hræddari við það að finna fyrir eftirsjá heldur en hræðsluna sjálfa. Ég vil ekki hika eða reyna að tala mig út úr því að framkvæma hluti. Frekar vil ég gera eitthvað og mistakast heldur en að sleppa því. Það væri vond tilfinning að líta til baka og sjá eftir því að hafa ekki að minnsta kosti reynt.“ Fyrr í sumar fékk Chris þá hugmynd að ferðast frá heimili sínu í vestari hluta Kanada, Calgary, til austasta hluta Kanada, St. John’s á Nýfundnalandi, sem er um 6.338 km leið. Það eina sem hann tók með sér var hjólabrettið og bakpokinn og hann þurfti alfarið að stóla á ókunnuga til að hjálpa sér áleiðis. Þetta hlýtur að hafa verið heljarinnar ferðalag. Hvernig gekk að stóla á ókunnuga? „Þar sem ég trúi á það góða í fólki þá fór ég af stað í ferðalagið með miklar væntingar. Samt sem áður sló ferðin allar mínar væntingar út. Fólk er svo magnað. Ég fékk far og hjálp frá alls konar fólki. Aðrir skildu eftir falleg skilaboð á samfélagsmiðlum og fylgdust með för minni. Þetta var æðisleg ferð. Hefurðu sett þér markmið fyrir maraþonið? „Ég ætla að reyna að fara þetta á fjórum og hálfum tíma, en ef ég verð fimm og hálfan á leiðinni þá er það bara fínt. Ef ég slæ sjálfsmet þá er það frábært líka. Ég veit allavega að ég mun njóta mín, ansi snjöll leið til að kynnast borginni, að fara 42 kílómetra í kringum hana. Ég mun líklega verða lengur á leiðinni því ég verð líklega að líta svo mikið í kringum mig.“ Miðað við tímamarkmið Chris má ætla að hann fari á svipuðum hraða og heilbrigður maður. Chris fer maraþonið á hjólabretti. Hægra megin hefur Chris fót sem hefur þroskast að hluta sem hann notar til að ýta sér áfram á brettinu og notast hann við mokkasíu sem er með sérstökum botni. „Í brekkum er það mikil vinna en niður brekkur er það töluvert auðveldara,“ segir Chris og hlær. „Þetta er ansi góð líkamsrækt fyrir mig, hún er öðruvísi fyrir mig heldur hinn venjulega hlaupara. En ég er ekki að reyna að slá eitthvert hraðamet eða ná betri árangri en aðrir. Ég er bara að gera þetta fyrir sjálfan mig og ætla að njóta þess.“ Þú ert hvetjandi fyrir annað fólk, en hvað er það sem hvetur þig áfram? „Að hafa tækifæri til að ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk og að láta ekkert standa í vegi fyrir því. Ég hef hitt frábært fólk í gegnum tíðina og það sem heillar mig og veitir mér innblástur er gæska fólks. Ég vil láta gott af mér leiða og vera góður við aðra. Ég tek þátt í þessu maraþoni og ögra mér í leiðinni. Kannski er það eitthvað sem getur veitt öðrum í svipaðri stöðu eða með einhvers konar fötlun innblástur og hvatningu til að gera slíkt hið sama. Þegar öllu er á botninn hvolft þá getum við gert allt sem við viljum með réttu hugarfari.“ Stoppið á Íslandi verður svolítið stutt í þetta skipti en Chris heldur úr landi á mánudag. Hann ætlar þó að nýta sunnudaginn í það að ferðast aðeins um en stefnir á að koma aftur hingað fljótlega, náttúrunnar vegna en ekki síst til að hitta fólk. „Það er fólkið sem gerir áfangastaði áhugaverða. Gott fólk er gulls ígildi,“ segir Chris að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira