Blekktu fræðirit með falsgreinum: Endurskrifuðu kafla úr bók Hitlers sem feminíska ritgerð Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 21:15 Fræðimennirnir vildu gagnrýna ríkjandi menningu í bandarísku háskólasamfélagi. Mynd frá mótmælum í Berkeley háskólanum í Kalíforníu Getty/ Kyodo News Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila