Blekktu fræðirit með falsgreinum: Endurskrifuðu kafla úr bók Hitlers sem feminíska ritgerð Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 21:15 Fræðimennirnir vildu gagnrýna ríkjandi menningu í bandarísku háskólasamfélagi. Mynd frá mótmælum í Berkeley háskólanum í Kalíforníu Getty/ Kyodo News Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira