Blekktu fræðirit með falsgreinum: Endurskrifuðu kafla úr bók Hitlers sem feminíska ritgerð Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 21:15 Fræðimennirnir vildu gagnrýna ríkjandi menningu í bandarísku háskólasamfélagi. Mynd frá mótmælum í Berkeley háskólanum í Kalíforníu Getty/ Kyodo News Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent