Blekktu fræðirit með falsgreinum: Endurskrifuðu kafla úr bók Hitlers sem feminíska ritgerð Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 21:15 Fræðimennirnir vildu gagnrýna ríkjandi menningu í bandarísku háskólasamfélagi. Mynd frá mótmælum í Berkeley háskólanum í Kalíforníu Getty/ Kyodo News Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira