Blekktu fræðirit með falsgreinum: Endurskrifuðu kafla úr bók Hitlers sem feminíska ritgerð Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 21:15 Fræðimennirnir vildu gagnrýna ríkjandi menningu í bandarísku háskólasamfélagi. Mynd frá mótmælum í Berkeley háskólanum í Kalíforníu Getty/ Kyodo News Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Frá júní árið 2017 hafa fræðimennirnir Helen Pluckrose, James Lindsay og Peter Boghossian samið fræðiritgerðir á sviðum félagsvísinda og sent virtum vísindaritum til birtingar. Þríeykið sendi frá sér 20 ritgerðir, ritgerðir sem ekki voru byggðar á rannsóknum og innihéldu uppskáldaðar upplýsingar og forsendur sem ekki standast skoðun.Vildu vekja athygli á pólitískri slagsíðu Með ritgerðunum hugðust Pluckrose, Lindsay og Boghossian, sem öll segjast aðhyllast vinstri pólitík, vekja athygli á slæmum vinnubrögðum og pólitískri slagsíðu til vinstri í fræðasamfélaginu. Ritgerðirnar voru unnar í fögum sem fræðimennirnir kjósa að kalla „grievance studies“, sem mætti þýða á íslensku sem gremjufög. Gremjufögin segja þau vera meðal annars rannsóknir og fræði sem koma að kyni, kynþætti, kynhneigð og stöðu fólks innan samfélagsins. Þríeykið skrifaði greinarnar í anda fyrri greina á þessum sviðum og notuðu svipað orðalag og svipaðar aðferðir. Greinarnar sendu þau svo á fræðiritin sem þurftu að samþykkja þær til birtingar.Í færslu sem fræðimennirnir birtu segir „Það sem við skrifuðum er ekki þekking heldur bara rökleysa. Helsti munur milli okkar og hinna raunverulegu fræðimanna er að við vitum að við erum að skálda.Adolf Hitler útlistaði stefnu sína í bókinni Mein KampfGetty/Matthias BalkFeminísk útgáfa Mein Kampf Meðal ritgerða sem hlutu náð fyrir augum fræðiritanna voru greinar sem fjölluðu um nauðgunarmenningu milli hunda, um sjálfsfróun karlmanna og kafli úr bók Adolf Hitler, Mein Kampf, sem var endurskrifaður sem femínísk ritgerð. Sú fyrstnefnda, um nauðgunarmenningu meðal hunda, var álitin úrvalsgrein af dómnefnd Gender, Place and Culture. Af 20 skrifuðum greinum voru sjö greinar samþykktar og fjórar þeirra gefnar út. James Lindsay segir í myndbandi um rannsóknina að skoða þurfi gögn betur til að túlka þau á fullnægjandi hátt en eitt sé ljóst. Hægt sé fá fáránlegar og jafnvel skelfilegar hugmyndir sínar samþykktar af fræðasamfélaginu ef þær eru orðaðar á réttan hátt. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Áætlun fræðimannanna var að halda rannsókn sinni áfram en eftir rannsókn Wall Street Journal ákváðu þau að stíga fram og greina frá rannsókninni. Fræðimennirnir segja að enginn leyfi því að viðgangast þegar stórfyrirtæki kosta rannsóknir og hagræða niðurstöðum á þann hátt að þau líti betur út, sama ætti að gilda um rannsóknir á sviðum gremjufaganna.Grein Pluckrose, Lindsay og Boghossian má sjá hér.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira