Gengu of langt gagnvart Atla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2018 05:00 Atli Helgason. Lögmannafélag Íslands fór langt út fyrir lagaskyldu sína og þá rannsóknarskyldu sem hvílir á félaginu við mat sitt á hvort Atli Helgason fengi lögmannsréttindi sín að nýju. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness sem í síðustu viku ákvað að Atli mætti starfa sem lögmaður, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Atli missti réttindi sín þegar hann réð Einari Erni Birgissyni bana árið 2000, og hlaut fyrir það sextán ára fangelsisdóm. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms til Landsréttar. Atli lagði fram beiðni um að fá lögmannsréttindi sín endurheimt árið 2016. Hann dró beiðnina til baka í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og lýsti því yfir að hún hefði endurvakið þjáningar aðstandenda Einars Arnar. Fréttablaðinu er ekki kunnugt um hvers vegna hann ákvað að sækja um réttindin að nýju. Atli fékk uppreist æru árið 2015 en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Annað skilyrði er að lögmenn hafi ekki farið í gjaldþrot, en þeir geta óskað eftir undanþágu frá því skilyrði eftir að hafa haft forræði á búi sínu í þrjú ár samfleytt. Atli fór í gjaldþrot árið 2001 en hefur haft forræði á fjármunum sínum síðastliðin fjórtán ár. Lögmannafélagið hóf frumkvæðisrannsókn á persónulegum högum Atla eftir að hann óskaði eftir undanþágu frá skilyrði um gjaldþrot. Rannsóknin sneri fyrst og fremst að brotum Atla árið 2000, kaupum hans á tveimur fasteignum árið 2016, setu hans í stjórn einkahlutafélagsins Versus og hvort Atla hefði „tekist að setja afbrot sitt í rétt samhengi og læra af því“.Sjá einnig: Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Félagið skoðaði fjármál Atla allt að átján ár aftur í tímann, meðal annars með því að kalla eftir öllum skattframtölum hans og gögnum frá skiptastjóra og Þjóðskjalasafni, áður en það synjaði beiðni hans um meðmæli. Atli kærði ákvörðunina til héraðsdóms og sagði að stuðst hefði verið við ólögmæt sjónarmið, meðal annars með því að skoða fjárhagsstöðu hans svo langt aftur í tímann. Í dag væri hann í góðri stöðu fjárhagslega og hefði hvorki smakkað fíkniefni né áfengi í hátt í 20 ár. Dómurinn tók undir að synjunin hefði verið byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum, auk þess sem engin lagastoð heimilaði félaginu að rannsaka persónulega hagi fólks. Þannig hafi stjórn Lögmannafélagsins farið langt út fyrir valdsvið sitt. Dómari talar nokkuð tæpitungulaust um rannsókn lögmannafélagsins, en tekur fram að brot Atla hafi verið svívirðilegt. Hins vegar verði að líta til þess að 17 ár séu frá því að Atli hlaut dóminn, hann hafi afplánað sína refsingu og ekki orðið uppvís að refsiverðri háttsemi síðan. Því sé rétt að verða við kröfu hans um endurheimt lögmannsréttinda. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Lögmannafélag Íslands fór langt út fyrir lagaskyldu sína og þá rannsóknarskyldu sem hvílir á félaginu við mat sitt á hvort Atli Helgason fengi lögmannsréttindi sín að nýju. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness sem í síðustu viku ákvað að Atli mætti starfa sem lögmaður, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Atli missti réttindi sín þegar hann réð Einari Erni Birgissyni bana árið 2000, og hlaut fyrir það sextán ára fangelsisdóm. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms til Landsréttar. Atli lagði fram beiðni um að fá lögmannsréttindi sín endurheimt árið 2016. Hann dró beiðnina til baka í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og lýsti því yfir að hún hefði endurvakið þjáningar aðstandenda Einars Arnar. Fréttablaðinu er ekki kunnugt um hvers vegna hann ákvað að sækja um réttindin að nýju. Atli fékk uppreist æru árið 2015 en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Annað skilyrði er að lögmenn hafi ekki farið í gjaldþrot, en þeir geta óskað eftir undanþágu frá því skilyrði eftir að hafa haft forræði á búi sínu í þrjú ár samfleytt. Atli fór í gjaldþrot árið 2001 en hefur haft forræði á fjármunum sínum síðastliðin fjórtán ár. Lögmannafélagið hóf frumkvæðisrannsókn á persónulegum högum Atla eftir að hann óskaði eftir undanþágu frá skilyrði um gjaldþrot. Rannsóknin sneri fyrst og fremst að brotum Atla árið 2000, kaupum hans á tveimur fasteignum árið 2016, setu hans í stjórn einkahlutafélagsins Versus og hvort Atla hefði „tekist að setja afbrot sitt í rétt samhengi og læra af því“.Sjá einnig: Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Félagið skoðaði fjármál Atla allt að átján ár aftur í tímann, meðal annars með því að kalla eftir öllum skattframtölum hans og gögnum frá skiptastjóra og Þjóðskjalasafni, áður en það synjaði beiðni hans um meðmæli. Atli kærði ákvörðunina til héraðsdóms og sagði að stuðst hefði verið við ólögmæt sjónarmið, meðal annars með því að skoða fjárhagsstöðu hans svo langt aftur í tímann. Í dag væri hann í góðri stöðu fjárhagslega og hefði hvorki smakkað fíkniefni né áfengi í hátt í 20 ár. Dómurinn tók undir að synjunin hefði verið byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum, auk þess sem engin lagastoð heimilaði félaginu að rannsaka persónulega hagi fólks. Þannig hafi stjórn Lögmannafélagsins farið langt út fyrir valdsvið sitt. Dómari talar nokkuð tæpitungulaust um rannsókn lögmannafélagsins, en tekur fram að brot Atla hafi verið svívirðilegt. Hins vegar verði að líta til þess að 17 ár séu frá því að Atli hlaut dóminn, hann hafi afplánað sína refsingu og ekki orðið uppvís að refsiverðri háttsemi síðan. Því sé rétt að verða við kröfu hans um endurheimt lögmannsréttinda.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00
Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00