Innlent

Ekið á fimm ára dreng á Akureyri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ekki er nákvæmlega vitað um ástand drengsins að svo stöddu.
Ekki er nákvæmlega vitað um ástand drengsins að svo stöddu. vísir/pjetur
Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra var drengurinn nokkuð slasaður en ekki er hægt að segja nákvæmlega til um ástand hans að svo stöddu. Þá sagði lögreglan engan grun leika á að um ölvunar- eða fíkniefnaakstur hefði verið að ræða en bætti við að málið væri í rannsókn.

Að lokum sagði lögreglan umferðarslys á svæðinu nokkuð tíð þar sem unnið er að uppsetningu gönguljósa. Akureyrarbær sé að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að draga úr slysahættu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.