Kjartani ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2018 09:35 Eyþór Arnalds segir að Kjartan Magnússon megi ekkert aumt sjá og honum sé ætlað stórt hlutverk, ekki síður eftir kosningar en fyrir. Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, eftir öruggan sigur í leiðtogakjöri, segir það fyrirliggjandi að Kjartani Magnússyni verði ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Vísis hefur því verið stillt upp svo að fari svo að Eyþór verði borgarstjóri í kjölfar sveitarstjórnarkosninga, þá sé Kjartani ætlað að verða aðstoðarmaður borgarstjóra. Eyþór vill ekki kveða uppúr þar um. „Ekki er tímabært að spá í þau spil en ég get ekki ímyndað mér neinn betri.“ Þögn Kjartans Magnússonar er orðin allhávær eftir að honum var kastað út í kuldann af uppstillingarnefndinni sem raðaði upp lista Sjálfstæðiflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Honum, auk Áslaugar Friðriksdóttur, sem bæði hafa starfað árum saman innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Mörgum þótti þau grátt leikin, ekki síst Kjartan sem hefur verið með flokkshollari mönnum.Margir sársvekktir fyrir hönd Kjartans Ekki þarf að leita langt í þeim efnum, fjölmörg dæmi um þessi sárindi má til að mynda finna á Facebooksíðu Kjartans sjálfs. „Núna hefur XD tapað mínu atkvæði í borginni. Hann gjörsamlega gaf fingurinn til okkar stuðningsmanna að þessu sinni þegar vinur minn Kjartan Magnússon ekki settur á lista (átti að vera í efstu sætum) hann hefur unnið svo öflugt og óeigingjarnt starf og alltaf verið til staðar til að viðra hugmyndir td þegar ég hugsaði með mér eitt sinn að reyna fyrir mér í borgarmálum,“ segir Vilborg og heldur áfram:Kjartan þú ert einstakur og skömm að þú verðir ekki áfram. Vilborg ætlar að horfa til Miðflokksins þar sem hún segir mikið af góðu fólki. Jón Arnar Sigurjónsson er annar og honum er beinlínis brugðið að sjá Kjartan ekki á listanum. „Kjartan sem hefur verið einn mesti vinnuhesturinn í borgarmálunum og duglegur í að berjast fyrir málefnum flokksins. Hvað gerðist eiginlega?“ Og þannig má áfram telja. Fjölmiðlar hafa reynt ítrekað að ná tali af Kjartani allt frá því að fyrir lá að hann yrði ekki á lista en án árangurs. Áslaug Friðriksdóttir sendi frá sér yfirlýsingu og lýsti yfir óánægju sinni með að leikreglum hafi verið hagrætt. En, Kjartan þegir.Má ekkert aumt sjá Vísir heyrði stuttlega í Kjartani síðdegis í gær en þá sagðist hann ekki ætla að tjá sig um málið. Sagði þó að hann styðji listann og flokkinn. Eyþór segir hins vegar ekki nokkra spurningu um að hann vilji vinna með Kjartani. „Það er full þörf fyrir Kjartan, ekki bara í þessari baraáttu heldur einnig fyrir íbúana. Vart er til hjálpsamlegri maður en Kjartan Magnússon.“ Eyþór segir Kjartan harðduglegan. „Og hann má ekkert aumt sjá og alltaf tilbúin að hlusta á fólk sem er mikilvægur eiginleiki og því mikilvægt að hann sé með okkur. Hann hefur mikla reynslu sem við viljum ekki glata. Þannig er að í góðu liði eru ekki bara frambjóðendur heldur þarf þetta allt að spila saman, eins og gott fótboltalið.“Ekki síður horft til Kjartans að loknum kosningum Fyrir liggur að margir eru sársvekktir fyrir hönd Kjartans en Eyþór eyðir því tali. „Ég hef þekkt Kjartan lengi. Andrés bróðir hans var með mér í bekk og ég var heimagangur hjá þeim bræðrum. Það þykir öllum vænt um Kjartan. Við erum að stilla upp liði, ekki bara frambjóðendum, sem ætlar að vinna saman á breiðum grundvelli. Kjartan verður hluti af þeirri heild,“ segir Eyþór. Hann ítrekar að Kjartani sé ætlað hlutverk í kosningabaráttunni. „Og ekki síður eftir. Þetta snýst ekki bara um að vinna kosningar heldur taka við stjórninni og láta gott af sér leiða. Og þar er ég viss um að Kjartan geti gert mikið með okkur.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14 Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, eftir öruggan sigur í leiðtogakjöri, segir það fyrirliggjandi að Kjartani Magnússyni verði ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Vísis hefur því verið stillt upp svo að fari svo að Eyþór verði borgarstjóri í kjölfar sveitarstjórnarkosninga, þá sé Kjartani ætlað að verða aðstoðarmaður borgarstjóra. Eyþór vill ekki kveða uppúr þar um. „Ekki er tímabært að spá í þau spil en ég get ekki ímyndað mér neinn betri.“ Þögn Kjartans Magnússonar er orðin allhávær eftir að honum var kastað út í kuldann af uppstillingarnefndinni sem raðaði upp lista Sjálfstæðiflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Honum, auk Áslaugar Friðriksdóttur, sem bæði hafa starfað árum saman innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Mörgum þótti þau grátt leikin, ekki síst Kjartan sem hefur verið með flokkshollari mönnum.Margir sársvekktir fyrir hönd Kjartans Ekki þarf að leita langt í þeim efnum, fjölmörg dæmi um þessi sárindi má til að mynda finna á Facebooksíðu Kjartans sjálfs. „Núna hefur XD tapað mínu atkvæði í borginni. Hann gjörsamlega gaf fingurinn til okkar stuðningsmanna að þessu sinni þegar vinur minn Kjartan Magnússon ekki settur á lista (átti að vera í efstu sætum) hann hefur unnið svo öflugt og óeigingjarnt starf og alltaf verið til staðar til að viðra hugmyndir td þegar ég hugsaði með mér eitt sinn að reyna fyrir mér í borgarmálum,“ segir Vilborg og heldur áfram:Kjartan þú ert einstakur og skömm að þú verðir ekki áfram. Vilborg ætlar að horfa til Miðflokksins þar sem hún segir mikið af góðu fólki. Jón Arnar Sigurjónsson er annar og honum er beinlínis brugðið að sjá Kjartan ekki á listanum. „Kjartan sem hefur verið einn mesti vinnuhesturinn í borgarmálunum og duglegur í að berjast fyrir málefnum flokksins. Hvað gerðist eiginlega?“ Og þannig má áfram telja. Fjölmiðlar hafa reynt ítrekað að ná tali af Kjartani allt frá því að fyrir lá að hann yrði ekki á lista en án árangurs. Áslaug Friðriksdóttir sendi frá sér yfirlýsingu og lýsti yfir óánægju sinni með að leikreglum hafi verið hagrætt. En, Kjartan þegir.Má ekkert aumt sjá Vísir heyrði stuttlega í Kjartani síðdegis í gær en þá sagðist hann ekki ætla að tjá sig um málið. Sagði þó að hann styðji listann og flokkinn. Eyþór segir hins vegar ekki nokkra spurningu um að hann vilji vinna með Kjartani. „Það er full þörf fyrir Kjartan, ekki bara í þessari baraáttu heldur einnig fyrir íbúana. Vart er til hjálpsamlegri maður en Kjartan Magnússon.“ Eyþór segir Kjartan harðduglegan. „Og hann má ekkert aumt sjá og alltaf tilbúin að hlusta á fólk sem er mikilvægur eiginleiki og því mikilvægt að hann sé með okkur. Hann hefur mikla reynslu sem við viljum ekki glata. Þannig er að í góðu liði eru ekki bara frambjóðendur heldur þarf þetta allt að spila saman, eins og gott fótboltalið.“Ekki síður horft til Kjartans að loknum kosningum Fyrir liggur að margir eru sársvekktir fyrir hönd Kjartans en Eyþór eyðir því tali. „Ég hef þekkt Kjartan lengi. Andrés bróðir hans var með mér í bekk og ég var heimagangur hjá þeim bræðrum. Það þykir öllum vænt um Kjartan. Við erum að stilla upp liði, ekki bara frambjóðendum, sem ætlar að vinna saman á breiðum grundvelli. Kjartan verður hluti af þeirri heild,“ segir Eyþór. Hann ítrekar að Kjartani sé ætlað hlutverk í kosningabaráttunni. „Og ekki síður eftir. Þetta snýst ekki bara um að vinna kosningar heldur taka við stjórninni og láta gott af sér leiða. Og þar er ég viss um að Kjartan geti gert mikið með okkur.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14 Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38
Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30