Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 14:38 Áslaug Friðriksdóttir Fréttablaðið/Stefán „Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
„Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“