Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. júní 2018 06:00 Barry Von Tuijl missti fótlegg í slysi Stöð 2 Fangelsisyfirvöld eru harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu frá Afstöðu, félagi fanga, vegna beitingar agaviðurlaga gagnvart Barry Van Tuijl sem fluttur var frá opna fangelsinu að Kvíabryggju, þar sem hann hefur afplánað dóm undanfarin ár, í fangelsið á Hólmsheiði fyrr í vikunni. Málsatvikum er lýst þannig í yfirlýsingunni að Barry hafi fengið símtal frá fyrrverandi samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju þar sem hann kvaðst vera staddur. Golfvöllurinn er á lóð fangelsisins, við framhlið aðalbyggingarinnar og engin leið að leynast á vellinum. Þangað hafi Barry farið án þess að gera sér grein fyrir að í því gæti falist brot á reglum fangelsisins.Sjá einnig: Einfættur fangi fær ekki náðun Var honum í kjölfarið birt ákvörðun um flutning á Hólmsheiði, með þeim rökum að hann hefði fengið ósamþykkta heimsókn andstætt reglum fangelsisins. Barry, sem er frá Hollandi og fær ekki margar heimsóknir í fangelsið, gat ekki, að mati félagsins, átt von á því að menn væru í leyfisleysi á lóð fangelsisins og þaðan af síður að hann sjálfur gæti borið ábyrgð á veru umrædds manns þar.Golfvöllurinn er á flötinni beint fyrir framan fangelsið.Fréttablaðið/PjeturÍ yfirlýsingu Afstöðu er Barry sagður fyrirmyndarfangi og vel liðinn meðal samfanga sinna. Hann hafi lagt sig fram um að aðstoða samfanga sína við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Barry sótti um náðun í fyrra og í umsókn hans segir að fangaverðir á Kvíabryggju geti vitnað um góða hegðun hans að ofangreindu leyti. Barry missti fót í bílslysi fyrir nokkrum árum og getur ekki nýtt rétt sinn til að afplána síðasta hluta dómsins á áfangaheimilinu Vernd, enda húsið óíbúðarhæft fyrir jafn fatlaðan einstakling og Barry. Hann nýtur heldur ekki fullra sjúkra- og örorkuréttinda hér á landi og vegna þessara aðstæðna sótti Barry um náðun enda vildi hann helst komast heim til Hollands þar sem hann nyti fullra réttinda. Honum var hins vegar synjað um náðun eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar. Afstaða, félag fanga, gagnrýnir hörkuna í agaviðurlögum stofnunarinnar enda mikill réttindamissir að fara úr opnu fangelsi í lokað. Vísað er meðal annars til ákvæða í lögum um fullnustu refsinga sem kveða á um að við fyrsta agabroti megi eingöngu veita skriflega áminningu ef um smávægilegt brot er að ræða. Erla Kristín Árnadóttir, staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar, segist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga en segir brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða. Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Fangelsisyfirvöld eru harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu frá Afstöðu, félagi fanga, vegna beitingar agaviðurlaga gagnvart Barry Van Tuijl sem fluttur var frá opna fangelsinu að Kvíabryggju, þar sem hann hefur afplánað dóm undanfarin ár, í fangelsið á Hólmsheiði fyrr í vikunni. Málsatvikum er lýst þannig í yfirlýsingunni að Barry hafi fengið símtal frá fyrrverandi samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju þar sem hann kvaðst vera staddur. Golfvöllurinn er á lóð fangelsisins, við framhlið aðalbyggingarinnar og engin leið að leynast á vellinum. Þangað hafi Barry farið án þess að gera sér grein fyrir að í því gæti falist brot á reglum fangelsisins.Sjá einnig: Einfættur fangi fær ekki náðun Var honum í kjölfarið birt ákvörðun um flutning á Hólmsheiði, með þeim rökum að hann hefði fengið ósamþykkta heimsókn andstætt reglum fangelsisins. Barry, sem er frá Hollandi og fær ekki margar heimsóknir í fangelsið, gat ekki, að mati félagsins, átt von á því að menn væru í leyfisleysi á lóð fangelsisins og þaðan af síður að hann sjálfur gæti borið ábyrgð á veru umrædds manns þar.Golfvöllurinn er á flötinni beint fyrir framan fangelsið.Fréttablaðið/PjeturÍ yfirlýsingu Afstöðu er Barry sagður fyrirmyndarfangi og vel liðinn meðal samfanga sinna. Hann hafi lagt sig fram um að aðstoða samfanga sína við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Barry sótti um náðun í fyrra og í umsókn hans segir að fangaverðir á Kvíabryggju geti vitnað um góða hegðun hans að ofangreindu leyti. Barry missti fót í bílslysi fyrir nokkrum árum og getur ekki nýtt rétt sinn til að afplána síðasta hluta dómsins á áfangaheimilinu Vernd, enda húsið óíbúðarhæft fyrir jafn fatlaðan einstakling og Barry. Hann nýtur heldur ekki fullra sjúkra- og örorkuréttinda hér á landi og vegna þessara aðstæðna sótti Barry um náðun enda vildi hann helst komast heim til Hollands þar sem hann nyti fullra réttinda. Honum var hins vegar synjað um náðun eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar. Afstaða, félag fanga, gagnrýnir hörkuna í agaviðurlögum stofnunarinnar enda mikill réttindamissir að fara úr opnu fangelsi í lokað. Vísað er meðal annars til ákvæða í lögum um fullnustu refsinga sem kveða á um að við fyrsta agabroti megi eingöngu veita skriflega áminningu ef um smávægilegt brot er að ræða. Erla Kristín Árnadóttir, staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar, segist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga en segir brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða.
Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00