Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2018 13:35 Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Björn Bragi Arnarsson skemmtikraftur, sem undanfarin árin hefur verið spyrill í þættinum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í Ríkissjónvarpinu, hefur sagt sig frá því starfi. Þetta kemur í kjölfar þess að myndbandsskeið af honum fór í mikla dreifingu í nótt en þar sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Fram hefur komið að mál hans séu til skoðunar hjá RÚV og nú hefur hann sem sagt ákveðið að stíga til hliðar. Hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni í yfirlýsingu á Facebookvegg sínum. „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður. Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“ Óhætt er að segja að málið hafi valdið verulegri ólgu á samfélagsmiðlum og hafa Birni Braga ekki verið vandaðar kveðjurnar, einkum af ungu fólki sem kallar hann öllum illum nöfnum. Birni Braga hefur, á Facebooksíðu sinni, borist ófáar stuðningsyfirlýsingar eftir að hann steig fram og lýsti yfir fullri ábyrgð á þessu athæfi sínu. Og hafa tæplega þúsund set læk við þá færslu. MeToo Gettu betur Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Björn Bragi Arnarsson skemmtikraftur, sem undanfarin árin hefur verið spyrill í þættinum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í Ríkissjónvarpinu, hefur sagt sig frá því starfi. Þetta kemur í kjölfar þess að myndbandsskeið af honum fór í mikla dreifingu í nótt en þar sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Fram hefur komið að mál hans séu til skoðunar hjá RÚV og nú hefur hann sem sagt ákveðið að stíga til hliðar. Hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni í yfirlýsingu á Facebookvegg sínum. „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður. Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“ Óhætt er að segja að málið hafi valdið verulegri ólgu á samfélagsmiðlum og hafa Birni Braga ekki verið vandaðar kveðjurnar, einkum af ungu fólki sem kallar hann öllum illum nöfnum. Birni Braga hefur, á Facebooksíðu sinni, borist ófáar stuðningsyfirlýsingar eftir að hann steig fram og lýsti yfir fullri ábyrgð á þessu athæfi sínu. Og hafa tæplega þúsund set læk við þá færslu.
MeToo Gettu betur Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15