Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 22:38 West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. Getty/Ron Sachs Bandaríski rapparinn Kanye West, sem nú gengur undir nafninu „Ye“, segist hafa verið notaður til að dreifa boðskap sem hann trúir ekki á. Hann hafi verið blekktur en nú sé hann með galopin augun. Þetta sagði rapparinn á Twitter-síðu sinni en hann ætlar að draga sig í hlé í umræðu um stjórnmál og einbeita sér að sköpun. Það olli miklu fjaðrafoki þegar rapparinn talaði um aðdáun sína á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í upphafi mánaðar. Hann setti upp derhúfu með áletruninni „Gerum Bandaríkin glæst á ný,“ og birti á samfélagsmiðlum en setningin er slagorð Trumps í forsetakosningunum 2016.Gerir grein fyrir skoðunum sínum West hætti á öllum samskiptamiðlum í kjölfarið en nú er hann kominn aftur á kreik. Í röð tísta sem hann birti í kvöld útskýrði hann fyrir fylgjendum sínum, í eins konar stefnuyfirlýsingu, það sem hann raunverulega stendur fyrir og trúir á. „Ég er hlynntur því að skapa störf og tækifæri fyrir fólk sem þarf mest á að halda. Ég styð umbætur á refsivörslukerfinu, ég er hliðhollur byssulöggjöf sem einkennist af almennri skynsemi og mun gera heiminn okkar öruggari,“ sagði West. „Ég styð þá sem hætta lífi sínu til að þjóna og vernda okkur og ég er hlynntur því að draga fólk til ábyrgðar sem misnotar valdheimildir sínar.“ West sagðist jafnframt trúa á ást og samkennd með hælisleitendum og foreldrum sem reyna að vernda börnin sín fyrir ofbeldi og stríði. „Ég vil koma á framfæri þökkum til fjölskyldunnar minnar, ástvina og samfélagsins fyrir að styðja RAUNVERULEGAR skoðanir mínar og sýn minni til að bæta heiminn,“ sagði West sem ætlar nú að halda sig til hlés í hinni pólitísku umræðu og einbeita sér að því að vera listamaður.My eyes are now wide open and now realize I've been used to spread messages I don't believe in. I am distancing myself from politics and completely focusing on being creative !!!— ye (@kanyewest) October 30, 2018 Tengdar fréttir Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 12. október 2018 10:45 Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Bandaríski rapparinn Kanye West, sem nú gengur undir nafninu „Ye“, segist hafa verið notaður til að dreifa boðskap sem hann trúir ekki á. Hann hafi verið blekktur en nú sé hann með galopin augun. Þetta sagði rapparinn á Twitter-síðu sinni en hann ætlar að draga sig í hlé í umræðu um stjórnmál og einbeita sér að sköpun. Það olli miklu fjaðrafoki þegar rapparinn talaði um aðdáun sína á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í upphafi mánaðar. Hann setti upp derhúfu með áletruninni „Gerum Bandaríkin glæst á ný,“ og birti á samfélagsmiðlum en setningin er slagorð Trumps í forsetakosningunum 2016.Gerir grein fyrir skoðunum sínum West hætti á öllum samskiptamiðlum í kjölfarið en nú er hann kominn aftur á kreik. Í röð tísta sem hann birti í kvöld útskýrði hann fyrir fylgjendum sínum, í eins konar stefnuyfirlýsingu, það sem hann raunverulega stendur fyrir og trúir á. „Ég er hlynntur því að skapa störf og tækifæri fyrir fólk sem þarf mest á að halda. Ég styð umbætur á refsivörslukerfinu, ég er hliðhollur byssulöggjöf sem einkennist af almennri skynsemi og mun gera heiminn okkar öruggari,“ sagði West. „Ég styð þá sem hætta lífi sínu til að þjóna og vernda okkur og ég er hlynntur því að draga fólk til ábyrgðar sem misnotar valdheimildir sínar.“ West sagðist jafnframt trúa á ást og samkennd með hælisleitendum og foreldrum sem reyna að vernda börnin sín fyrir ofbeldi og stríði. „Ég vil koma á framfæri þökkum til fjölskyldunnar minnar, ástvina og samfélagsins fyrir að styðja RAUNVERULEGAR skoðanir mínar og sýn minni til að bæta heiminn,“ sagði West sem ætlar nú að halda sig til hlés í hinni pólitísku umræðu og einbeita sér að því að vera listamaður.My eyes are now wide open and now realize I've been used to spread messages I don't believe in. I am distancing myself from politics and completely focusing on being creative !!!— ye (@kanyewest) October 30, 2018
Tengdar fréttir Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 12. október 2018 10:45 Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 12. október 2018 10:45
Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06
Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07
Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29