Staða forstöðumanns ekki laus vegna mistaka fyrir ellefu árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 07:15 Kristján Þór Júlíusson var menntamálaráðherra áður en Lilja Alfreðsdóttir tók við. Ef auglýsa hefði átt stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar, þá hefði þurft að gera það á meðan Kristján var ráðherra. Vísir/Ernir Embætti forstöðumanns Kvikmyndasjóðs verður ekki auglýst. Ástæðan er mistök sem gerð voru í menntamálaráðuneytinu fyrir meira en áratug. Ráðherra segir niðurstöðuna valda vonbrigðum enda sé eðlilegt að auglýsa. Hagsmunaaðilar vildu að staðan yrði auglýst en Laufey Guðjónsdóttir á nú rétt á henni til 2023. „Það er mín skoðun að almennt eigi að auglýsa stöður forstöðumanna ríkisins til að tryggja faglegt mat, eðlilega endurnýjun og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna eru það vonbrigði að við höfum ekki getað auglýst þetta vegna þessara mistaka sem má rekja allt til ársins 2007,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því hinn 24. janúar að hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum hefðu skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rynni út. Ef auglýsa á starfið þarf, samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að tilkynna núverandi forstöðumanni það sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út. Vegna mistakanna sem Lilja vísar til verður staðan ekki auglýst. Þau felast í því að í bréfi menntamálaráðuneytisins sem dagsett var 8. ágúst 2007 var skipunartími Laufeyjar sagður framlengjast til 17. ágúst 2013 í stað 17. febrúar 2013 eins og hefði átt að vera. Sú lokadagsetning var skráð í ráðuneytinu. Endurskipan Laufeyjar árið 2013 var svo skráð 17. ágúst 2013 til 17. ágúst 2018, en hefði átt að vera til 17. febrúar. Þetta þýðir að það hefði átt að vera búið að auglýsa stöðuna fyrir 17. ágúst á síðasta ári en ekki 17. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið telur sig eiga að bera hallann af mistökunum. Því framlengist ráðningartími Laufeyjar sjálfkrafa til ársins 2023. Ráðuneytið fékk auk þess utanaðkomandi lögfræðiálit sem staðfesti þessa túlkun. Lilja tekur fram að afstaða sín um að auglýsa eigi stöður forstöðumanna sé grundvallarafstaða en hafi ekkert með störf núverandi forstöðumanns að gera. Árleg framlög ríkissjóðs til Kvikmyndamiðstöðvar nema rétt rúmlega 1,1 milljarði króna. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ sagði Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis, þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum. Hann sagði líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þyrfti að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ sagði Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Embætti forstöðumanns Kvikmyndasjóðs verður ekki auglýst. Ástæðan er mistök sem gerð voru í menntamálaráðuneytinu fyrir meira en áratug. Ráðherra segir niðurstöðuna valda vonbrigðum enda sé eðlilegt að auglýsa. Hagsmunaaðilar vildu að staðan yrði auglýst en Laufey Guðjónsdóttir á nú rétt á henni til 2023. „Það er mín skoðun að almennt eigi að auglýsa stöður forstöðumanna ríkisins til að tryggja faglegt mat, eðlilega endurnýjun og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna eru það vonbrigði að við höfum ekki getað auglýst þetta vegna þessara mistaka sem má rekja allt til ársins 2007,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því hinn 24. janúar að hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum hefðu skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rynni út. Ef auglýsa á starfið þarf, samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að tilkynna núverandi forstöðumanni það sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út. Vegna mistakanna sem Lilja vísar til verður staðan ekki auglýst. Þau felast í því að í bréfi menntamálaráðuneytisins sem dagsett var 8. ágúst 2007 var skipunartími Laufeyjar sagður framlengjast til 17. ágúst 2013 í stað 17. febrúar 2013 eins og hefði átt að vera. Sú lokadagsetning var skráð í ráðuneytinu. Endurskipan Laufeyjar árið 2013 var svo skráð 17. ágúst 2013 til 17. ágúst 2018, en hefði átt að vera til 17. febrúar. Þetta þýðir að það hefði átt að vera búið að auglýsa stöðuna fyrir 17. ágúst á síðasta ári en ekki 17. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið telur sig eiga að bera hallann af mistökunum. Því framlengist ráðningartími Laufeyjar sjálfkrafa til ársins 2023. Ráðuneytið fékk auk þess utanaðkomandi lögfræðiálit sem staðfesti þessa túlkun. Lilja tekur fram að afstaða sín um að auglýsa eigi stöður forstöðumanna sé grundvallarafstaða en hafi ekkert með störf núverandi forstöðumanns að gera. Árleg framlög ríkissjóðs til Kvikmyndamiðstöðvar nema rétt rúmlega 1,1 milljarði króna. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ sagði Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis, þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum. Hann sagði líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þyrfti að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ sagði Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira